Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Keðjusögur nemenda í unglingadeild

Sögurnar sem hér á eftir fara eru unnar af nemendum í unglingadeild einn góðan morgun fyrir páskafrí. Þær voru skrifaðar þannig að fjórir nemendur fengu fjórar mínútur til að skrifa sögu, eftir þessar fjórar mínútur skiptu nemendur og fengu sögu einhverra annarra í hendur og áttu að halda áfram. Þegar þetta var búið að ganga svona í þrjú skipti átti sá síðasti að ljúka sögunni sem þeir fengu. Sagan gat því tekið miklum breytingum frá því að byrjað var á henni þar til henni lauk því fjórir aðilar skrifuðu hana.

Góða skemmtun


Sagan af Sindra

Einu sinni var maður sem átti heima í litlum kofa útí skóg. Hann átti enga vini vegna þess að hann var svo leiðinlegur alltaf. Einn daginn ákvað maðurinn að taka sér göngutúr í skóginum og þar sá hann marga hluti sem hann hafði ekki séð áður eins og sápu og bursta. Það vannst honum merkilegur fundur, síðan labbaði hann heim á leið en á leiðinni heim sá hann dálítið mjög ógnvekjandi. Það var risastór hagamús. Hann ætlaði að hlaupa frá henni en þá kom hagamúsin og beit hann og bitið var svo stórt að hann þurfti að fara á sjúkrahús. Þegar maðurinn sem hét Sindri var komin á sjúkrahúsið vildi enginn hjálpa honum svo hann fór út grátandi og var reiður , fyrir utan sat gamall maður sem spurði hann af hverju hann væri að gráta og þá svaraði Sindri ,, Hagamúsin beit mig og það vill enginn hjálpa mér'' og þá sagði gamli maðurinn ,, Já ég er læknir og ég skal hjálpa þér bara ef þú kemur heim til mín'' og þá sagði Sindri : ,, ég treysti þér ekki '' Svo hljóp hann heim og lagðist upp í rúm. Þar dó Sindri en svo var haldin jarðarför og þá mætti allur bærinn til að syrgja hann og á varð Sindri svo glaður í gröfinni að hann lifnaði við og allir fóru að syngja og tralla.


David borðtennisfrík

Einu sinni var strákur sem hét David Beckham, hann var heimsmeistari í borðtennis. Hann var líka alveg ágætur í fótbolta svo sem samt ekkert sérstakur, var fyrirliði Englands og AC Milan. Það er svo sem sæmilegt. Hann átti alveg hryllilega mikið af pening. Hann á marga heimsmeistaratitla í borðtennis það er aðal greinin hans. Þar er hann frægastur. Það þekkja hann allir sem David Beckham Borðtennisfrík, voða lítið minnst á fótbolta í hans lífi.

Allt í einu fékk hann frábæra hugmynd og vildi fá smá hvíld frá þessu öllu saman og ákvað að fara til Blönduóss á Íslandi til að hitta gamlan vin, hann Hilmar. Í skólanum hans Hilmars var að koma skólamót, eða keppni á milli fjögurra skóla. Og auðvitað fékk Hilmar David til að keppa fyrir hönd skólans í borðtennis. David var með svartabeltið í borðtennis. Í skólanum voru margar stelpur, stelpurnar voru svolítið skotnar í David, en þó sérstaklega hún Marta, hún reyndi allt til að ganga í augun á honum. Einn daginn sá Marta David og hún einfalega stökk á hann og David var svo  óviðbúinn þessu að hann ákvað að panta næsta flug heim og ætlaði næst  bara að bjóða Hilmari til sín, en Marta lét ekki stöðvast þar með. Pantaði hún einnig flug, svo gerðist hún módel og hélt áfram að reyna að heilla David svo David setti nálgunarbann á hana.

Endir


Ævintýri Dvergs litla

Einu sinni var dvergur. Hann átti heima í stórum skóg. Hann átti helling af vinum og var alltaf að leika við þá. Dag einn var hann að spyrja vin sinn hann Álf hvort hann kæmi að gera eitthvað en Álfur segir nei, Dvergur fer heim að gráta og hann segir að hann vilji ekki vera til því það er svo fúlt að eiga enga vini, Dvergur fer að reyna að leika sér einn það gengur illa. Hann fer að vega salt en það gengur illa þegar maður er einn svo fór hann í viltu vinna milljón og það gekk ekki heldur svo hann fer út að reyna að finna bara einhvern til að leika sér við. Hann fer aftur til Álfs en hann er að halda partý svo segir hann að Dvergur megi ekki koma aftur. Þá heldur Dvergur dýpra inní skóginn og það fer að dimma mikið og þá sér hann eitthvað, einhvern en hver er það?

Allamalla þetta var stórfótur sem er að éta kind, Dvergur reynir að flýta sér en stórfótur er svo stór að hann nær honum og étur Dverg. Daginn eftir kom þetta í fréttum og Álfur fékk samviskubit því hann var svo vondur við Dverg. Svo að Álfur reynir að safna liði og ná í Stórfót og eftir tveggja tíma leit finna þeir hann sofandi. Skera þeir þá gat á magann og út stekkur kind og líka hann Dvergur. Álfur biður Dverg fyrirgefningar og þeir verða góðir vinir. En í staðinn fyrir kindina og Dverg setja þeir grjót og timbur í magann á honum og velta honum svo út í á. Og allir lifðu hamingjusamir upp frá því og líka kindin.


Vélmennið

Einu sinni var lítið krúttlegt vélmenni. Það var á labbi um sveitina.

Það labbaði og labbaði lengi lengi um sveitina og hugsaði um hvað hafi komið fyrir mannkynið. Það ráfaði um lengi lengi..

Hann sá engan en svo þegar hann lagðist niður í grasið sá hann eitthvað undarlegt á hreyfingu hann ákvað að kíkja á það en þá ... Var þetta fallegt vélmenni. Hann spurði hvað þetta fallega vélmenni hét. Hún sagði að hún héti Valla og hún væri týnd. Svo flaug Valla á klett og dó. Litla vélmennið var þá mjög dapurt en hann fann svo dollu og lifði með henni til æviloka.


Strumparnir

Einu sinni voru tveir strumpar. Þeir hétu æðsti strumpur og gáfna strumpur. Æðsti strumpur var gamall og vissi mjög mikið en gáfna strumpur var ungur en vissi samt mjög mikið. Þegar þeir tveir voru að labba útí skógi þá heyrðu þeir eitthvað pískr, svo þeir ákváðu að finna hvaðan þetta hljóð kæmi, þegar þeir fundu það kom í ljós að þetta hafi verið skellibjalla. Þannig að þeir átu skellibjölluna til að pískrið myndi hætta en síðan heyrðu þeir fleiri pískr og þar með helling af skellibjöllum sem þeir átu þangað til að þeir voru báðir búnir að borða svo mikið að þeir gátu ekki étið meira. Strumpunum varð illt í maganum eftir að hafa étið allar skellibjöllurnar og ákváðu að leggja sig. Þegar þeir vöknuðu var klukkan orðin mjög margt og strumpunum fannst gáfulegast að fara að leggja á stað heim. En það reyndist þeim ekki auðvelt því skellibjöllur fara ekki vel í maga -þær sem eru svo fjörugar og flögra um -líka í maganum á strumpunum. Þetta vissu æðsti strumpur og gáfna strumpur ekki. Eftir nokkrar tilraunir til að leggja af stað gáfust þeir upp vegna ólgunnar í maganum. Allt í einu varð þeim báðum svo óglatt að þeir köstuðu upp. Æluspýjan varð alveg ótrúlega stór og kraftmikil. Skellibjöllurnar voru frelsinu fegnar og nú voru strumparnir búnir að læra það að maður borðar ekki skellibjöllur og komust heilir heim. Reynslunni ríkari.

Stjarnan

Einu sinni var fótboltastrákur sem dreymdi þann eina draum að gerast atvinnumaður í fótbolta og fara til einhvers stórliðs í Englandi eða Ítalíu. Hann æfði sig alla daga mikið og vel og eitt sinn þegar hann var að spila á móti KR og skoraði fjögur mörk með meistaraflokki Breiðabliks þá voru njósnarar frá stórliði AC milan að horfa á hann og leist vel á hann. Hann fékk séns til að fara á æfingu með milan og stóð sig mjög vel, þjálfarinn sagði að hann væri einmitt það sem hann væri að leita að. Hann var kominn á samning, hann trúði þessu varla, þetta var hans mesti draumur. Eftir að hafa spilað með milan í tvö ár var hann keyptur til Manchester þá aðeins 16 ára gamall. Hann spilaði með öllum meisturunum þar á meðal Rooney, Ronaldo, Van der sar og fleirum. Hann var orðinn einn frægasti fótboltamaður heims eftir að hafa spilað fótbolta með Manchester í mörg ár giftist hann og opnaði stærsta knattspyrnuskóla í heimi.

Sagan af Tomma litla

Tommi litli er 12 ára strákur og er alltaf kallaður Tommi „litli" hann býr með mömmu sinni, pabba sínum og litlu systur sinni, sem er kölluð Stína litla.

Besti vinur Tomma er hann Haraldur, hann býr stuttan spöl frá fjölskyldu  Tomma en þau búa í Hvergilandi þar sem allt getur gerst. Einn daginn í Hvergilandi var Tommi að labba í skóginum sá hann allt í eínu hurð sem var búin til úr laufnum og garðúrgangi, hjá  hurðinni var stór dyrabjalla, hann hringdi bjölluni og hljóp í felur, útúr hurðinni kom lítill broddgöltur og sagði „Sæll vertu hvaða erindi áttu hingað?" Tommi sagðist bara langa að vita hver byggi hér lengst út í skógi. Broddgölturinn bauð honum inn, þegar Tommi kom inn sá hann engan annan en David Beckham liggja í sófanum að drekka kaffi. Tommi vissi að Bekham var besti borðtennismaður heima. Þá sagði bröddgölturinn að Beckham byggi þarna, þá ákvað Tommi að spyrja hvort hann mætti búa þarna auðvitað sagði bröddgölturinn og þeir lifðu þrír saman til æviloka.


Fallega prinsessan

Einu sinni var falleg prinsessa hún var 8 ára gömul hún var fallegasta prinsessan í  öllu  landinu hún átti allt dót sem var búin að búa til í heiminum. Eina nótina þá kom þjófur og rændi öllu dótinu nema hundinum hennar prinsessu og um morguninn þá vaknaði kóngurinn við öskrin í dóttur sinni. Hann var búin að tína verlauna hestinum kóngurinn var svo stressaður út af  þessum látum að hann argaði svo hátt að verlauna hrossið sem var í garðinum rétt fyrir utan tíndist. Hún argaði bara og argaði útaf dótinu.

Hún var svo reið, frek og fúl út í pabba sin að hún ákvaði að hefna sín á honum og fór á "leyni staðinn" hans, þar sem hann geymdi spari kórónuna og  hún tók hanna henti henni í gólfið og stapaði á henni þangað til að hún var í þúsund molum . þernan kom inn í herbergið þegar hún heirði öll þessi læti þegar hún sá kóronunna í þúsund molum, leið ivir hanna. Hún fór svo fram, þá var lögreglan búina að fága þjófin. Hún var svo hrædd að pabbi mindi sjá kóronuna þanig að hún flúði. Pabbi hennar létt leita af henni og þegar hann fann hanna sendi hann hanna í heimavistar skóla


Óskirnar 3

Einu sinni var dvergur í litlu húsi, hann átti eina konu og tvo krakka, húsið hans var neðan jarðar, dvergurinn hét Jóhannes en konan hans Sigurlína. Einn dag var dvergsi að labba og þá kom lítill álfur labbandi af honum og sagði að hann skildi gefa honum 3 óskir. Ef að hann gæfi honum hattinn sem hann var með á höfðinu. Jóhannes gaf honum hattinn og Jóhannes óskaði sér. Ég vill að David Beckham verði pabbi minn svo hann geti kennt mér borðtennis, og líka að því að hann á svo rosalega mikinn pening, og þá get ég fengið allt sem ég vill, því þá verður svo svaka gaman. Álfurinn leifði honum það, svo óskaði hann sér fullt af nammi og bað síðan um að geyma síðustu óskina, eftir 7 dagana sæla í Beckham húsinu kom victoria aftur og hún er ekki skemmtileg. Hún lét hann um öll skítaverkin og leyfði honum varla að fá svefn, en reglan var take it or leave it þannig að hann sagði í hugsunarleysi, ‘‘ég vildi óska að álfurinn kæmi aftur,, en hann var kominn með nóg af þessu og vildi gamla lífið sitt, en úr því að hann óskaði að álfurinn kæmi aftur var þriðja og seinasta óskin orðin glötuð, líf hans var erfitt fram að dauða Victoriu.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband