Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Hvar eru þau núna? Magdalena Berglind Björnsdóttir
27.11.2008 | 14:00

Haustið '78 hófst skólaganga Berglindar og umsjónarkennari hennar var Silla Hermanns. En hún man þó nokkuð eftir fleiri kennurum en þeir voru Björn Kristjánsson, Þórður Páls, Ingunn Gísla og Arnór Árnason. Svo voru líka íþróttakennararnir, en þeir voru í miklu uppáhaldi ásamt Sillu Hermanns, Indriði Jósafatsson, Guðjón Rúnarsson og svo seinna Þórhalla Guðbjartsdóttir, núverandi skólastjóri, en hún kenndi einnig vélritun. Skólastjóri var Björn Sigurbjörnsson og svo seinna Eiríkur Jónsson. Nemendurnir voru svo eitthvað um 240 en hún er ekki alveg viss um það. Sjálf var Berglind með 33 nemendum í bekk til að byrja með. En vegna mikils fjölda var þeim skipt í tvo hópa, „iddara" og „úddara". Þ.e.a.s. þeir sem bjuggu fyrir innan á eða utan og var bekknum tvískipt þangað til í 6. bekk, þá voru þau um 25.
Við spjöllum svo aðeins meira og spyrjum þá um breytingar og fengum nokkur svör. Þegar hún var í skóla þá voru nemendur líklega ekkert ákveðnir á því að breyta einhverju. Hlutirnir voru bara svona að það var ekkert pælt meira í því. En þau voru samt svolítið öfundsjúk út í nemendur Húnavallaskóla fyrir stóru og góðu íþróttaaðstöðuna sem þeir voru með. Og svo nefndi hún líka að síðasta árið í skólanum byrjaði bekkurinn hennar að breyta efri hæð félagsheimilisins í núverandi félagsmiðstöðina, Skjólið.
Berglind og nokkrir bekkjarfélagar hennar hafa haldið hópinn og eru með bloggsíðu til að vera í sambandi þar sem einn af bekkjarfélögunum er fluttur til Danmerkur og hinir í Reykjavík. En var hún nokkuð náin Lindu Rut, Svandísi, Hallbirni, Magga, Böðvari og Ágústi. Hittast þessi vinir einu sinni í mánuði á hádeginu og snæða saman í Reykjavík. Þegar Berglind er í bænum þá er stundum reynt að skipuleggja matinn svo hún geti mætt.
Þar sem Berglind er nú kennari þá veit hún mikið um hvernig skólastarfið hefur breyst sem það vissulega hefur. Það er meðal annars fjölbreyttari kennsla og mikið samstarf á milli bekkja. Einnig eru fjölbreyttari tæki; skjávarpar, tölvur og svo framvegis. En hún man eftir að það var bara myndvarpi þegar hún var í skólanum. Núna eru líka skólabækur miklu meira aðlaðandi, með mörgum myndum og yfirleitt litskrúðugar.
Mikið var líka íþróttalífið meðan Berglind stundaði námið. Það var sund, fótbolti, karfa og júdó í svolítinn tíma. Mjög virkt íþróttalíf, eins og það er enn, en núna eru hins vegar færri valkostir.
Eftir grunnskólann fór Berglind til Bandaríkjanna sem skiptinemi. Svo þegar hún kom heim fór hún í menntaskólann við Sund. Hún tók sér svo pásu í eitt ár en fór svo í íþróttakennaranám. Og er hún núna í fjarnámi í Kennaraháskólanum. Elsti sonur hennar stefnir á að verða íþróttakennari eins og mamma sín. Eldri stelpan hefur þó ekki ákveðið sig en sú yngri er staðráðin í því að verða hárgreiðslukona. Berglind bætir við að það hafi hún líka ætlað þegar hún var yngri.
Margrét Ásgerður og Elín Hulda
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stíll 2008
27.11.2008 | 13:56

Þar sem hugtakið er mjög vítt var margt sem kom til greina þegar ljóst var að þemað væri þetta, urðu búningar mismunandi og hugmyndir og rök fjölbreytt.
Skjólið, félagsmiðstöðin á Blönduósi, sendi frá sér tvo keppendur sem stóðu saman í einu liði. Keppendurnir voru Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir.
Hugsunin á bak við hönnun þeirra var að tíminn gengur alltaf í hringi. Kjóllinn var því gerður í stíl Viktoríutímans þar sem lögð var áhersla á stundaglasalögun kvenna og átti því módelið (Margrét) að minna á stundaglas. Pallíettur voru settar framan á kjólinn og þær táknuðu líðandi tímann. Förðunin var unnin við sama hugtak en þar var festur rennilás yfir annað augað og átti hann að tákna komandi tíma að opnast fyrir sjónum manns. Greiðslan var einfaldari en annað og var aðeins túberuð upp að framan og sléttaðir endarnir en þar var hugsað til baka um 1940-1960.
Fulltrúum Skjólsins gekk mjög vel í aðalkeppninni þrátt fyrir að hafna ekki í neinu verðlaunasæti. En þess má geta að þrjár félagsmiðstöðvar af Norðurlandi fengu verðlaun. Félagsmiðstöðin Friður frá Sauðárkróki fékk verðlaun fyrir bestu förðun, Óríó frá Hvammstanga hafnaði í 5. sæti fyrir hönnun og Æskó frá Siglufirði í 4. Sæti, einnig fyrir hönnun en Félagsmiðstöðin Garðalind sigraði keppnina í ár með framúrskarandi hönnun.
Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Aðventudagur
20.11.2008 | 14:50
Sjórn foreldrafélags grunnskólans stendur fyrir þessu og taka nú hefbundið forskot á aðventusæluna. Á staðnum verður hægt að kaupa alls konar hluti eins og venjulega t.d. föndur, jólaskraut og piparkökur sem síðan er hægt að skeyta á staðnum.
Fyrir þá sem eru ekki í föndurstuði eru spil á staðnum. Tónlistarskólinn verður með tónlistaratriði og 10. bekkur með kaffisölu til fjáröflunar.
Þetta er skemmtileg skemmtun fyrir alla og eru allir beðnir um að koma; ömmur, afar og önnur viðhengi og hafa ánægulegan aðventudag.
Allir eru vinsamlegast beðnir um að mæta með skæri og límstifti.
Guðbjörg Þorleifsdóttir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað finnst börnunum um lestrarvini?
20.11.2008 | 14:08

Við fjölmiðlavalið lögðum í leiðangur og spurðum nokkur börn í fyrsta, öðrum og þriðja bekk hvað þeim fyndist og voru öll eða alla vega meirihlutinn mjög jákvæð og var svarið einfalt: Bara skemmtilegt.
Krakkarnir sem við spurðum voru: Helga María, Sylvía, Harpa og Ingibjörg í 3.bekk. Una, Hreinn og Vala í öðrum bekk og svo Pétur Ari, Helga Björg, Andri, Matthías og Weronika úr 1. bekk.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Handboltaleikur í Íþróttahúsinu á Blönduósi
20.11.2008 | 14:03
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem liðin keppa hér á Blönduósi en í vor kepptu þau og vann lið Hvatar sigur á sterku liði Varmahlíðinga. Það er því mikil pressa á að þeir nái að vinna þennan leik eins og þann fyrri.
Í tilefni að leiknum hefur byrjað handboltatímabil í skólaíþróttum og er vel í það tekið. Einnig á að nýta nokkar fótboltaæfingar til að æfa sig fyrir leikinn. Auðvitað eru allir hvattir til þess að mæta og hvetja sitt lið til dáða.
Kristinn Brynjar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reyklaus bekkur 2008 - 2009
20.11.2008 | 13:58

Öllum 7. og 8. bekkjum á landinu er boðið að taka þátt svo fremi að enginn reyki í bekknum. Markmið samkeppninnar er að hvetja nemendur í að vera „frjálsa-reyklausa" og byrja ekki að fikta við reykingar.
7. og 8. bekkur á Blönduósi taka þátt og eru báðir bekkirnir reyklausir. Lilja Jóhanna Árnadóttir umsjónarkennari 8. bekkjar er búin að opna heimasíðu sem er opin öllum sem hafa áhuga á því að hætta að reykja eða vilja bara fræðast um hættu reykinga.
7. bekkur er ekki byrjaður á sínu verkefni en hugmyndirnar vantar ekki.
Kristinn Justiniano Snjólfsson
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Breytt út af vananum
20.11.2008 | 13:57

Nemendur voru beðnir um að búa til verkefni sem væri hægt að leggja fyrir hópinn, sem að þessu sinni voru bara stelpur úr 8. -10. bekk. Verkefnið var valið og það fólst í því að allar stelpurnar áttu að mæta með bangsa og kynna þá fyrir hinum, hvaðan þeir voru, hvað þeir hétu og hvaða tilgangi þeir þjónuðu (voru þeir skraut- eða kúrudýr eða lyklakippur)
Var þetta skemmtilegur tími eins og svo oft áður þegar Anna breytir út af vananum.
Elísabet Kristín Kristmundsdóttir
Dægurmál | Breytt 24.11.2008 kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á tjá og tundri
20.11.2008 | 13:43
Þann 29. nóvember síðastliðin frumsýndi Fjölbrautarskóli Norðurlands-vestra leikritið Á tjá og tundri eftir Gunnar Helgason. Leikritið fjallar um ungt par sem er að fara að gifta sig en þegar upp koma mál sem ekki hafa verið rædd áður fer allt í pat og leysa þarf úr öllum málum.
Grímur Rúnar Lárusson, fyrrum nemandi Grunnskólans á Blönduósi fer með annað af tveimur aðalhlutverkum leikrtsins og mótleikari hans er Lena Rut Jónsdóttir frá Skagaströnd. Þess má geta að þrír aðrir sem taka þátt í leikritinu koma frá Blönduósi en það eru; Svanur Ingi Björnsson, Jóhannes Magni Magneuson og Júlía Skúladóttir en hún bjó á Blönduósi á sínum yngri árum.
Föstudaginn 21. nóvember mun félagsmiðstöðin Skjólið fara með hóp af krökkum úr 7. - 10. bekk yfir til Sauðárkróks til að sjá leikrtið og eru allir mjög spenntir yfir því. Skráningablað var hengt upp á upplýsingatöflum skólans og meiripartur nemenda hafa þegar skráð sig enda skilst manni að fólki hafi líkað leikritið vel.
Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stúlknakór Norðurlands vestra
13.11.2008 | 14:29
Þátttakendur þurfa að búa sig undir prufurnar með því að æfa eitt lag vel, og syngja eitt lag eða erindi að eigin vali.
Dómarar áheyrendaprufa verða; Alxandra Chernyshova (söng í La Traviata með óperu Skagafjarðar og stýrir Söngskóla Alexöndru á Sauðárkróki), Skarphéðinn Einarsson (Skólastjóri Tólistarskóla A-Hún, einnig er hann með umsjón með Skólalúðrasveit A-Hún) og Elínborg Sigurgeirsdóttir (skólastjóri Tónlistarskóla Vestur-Húnavantssýslu).
Öllum stúlkum á þessu aldri er boðið að taka þátt og þess má geta að þátttaka er ókeypis.
Lokaverkefni kórsins er að hafa tónleika um páskana.
Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stíll 2008
13.11.2008 | 14:25
Í Stíl er alltaf eitthvert þema. Þemað í ár er framtíðin og er eins gott fyrir keppendur að láta hugmyndaflugið njóta sín.
Forkeppni er haldin í Skjólinu á morgun 14. nóvember og hægt er að skrá sig til hádegis á morgun, föstudag.
Guðbjörg
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)