Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Enskutími 6. bekkjar
13.11.2008 | 14:18
Í dag, þann 13. nóvember, var ensku tími 6. bekkjar með aðeins öðruvísi sniði en venjulega. Anna Margret, kennarinn þeirra, hafði verið að kenna þeim um enska peninga og útbjó þá, pund og pens, og nemendurnir fóru í búðarleik.
Þeim var skipt í 3-4 manna hópa og þar útbjuggu þeir myndir af vörum sem þeir festu svo á stórt spjald og skiptust á að vera "shopkeeper" eða "shopassistant". Þetta er góð og skemmtileg tilbreyting frá bókum, en hún Anna Margret er mikið að kenna bóka laust.
Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skóladagheimilið 2008
13.11.2008 | 14:13
Á skóladagaheimilinu er margt gert, fyrst þegar krakkarnir koma á daginn er borðaður hágdegismatur, síðan þegar allir eru búnir að borða er frjáls tími þar til íþróttaskólinn byrjar og eru flestir krakkarnir í honum. Á skóladagheimilinu er mikið af gömlu dóti og nýju og finna allir krakkarnir sér alltaf eitthvað við hæfi; Playmo, Barbí, bíla og fleira.
Þegar veðrið er gott fara krakkarnir alltaf út að leika sér eftir hádegismat en eftir kaffið þegar þeir eru búnir í íþróttaskólanum mega þeir ráða hvort þeir vilji fara út eða ekki. Kvenfélagið Vaka á Blönduósi varð á síðasta ári áttatíu ára og gaf af því tilefni skóladagheimilinu sjónvarp, DVD- og VHS-spilara sem þau horfa á þegar veðrið er mjög vont.
Höllu finnst mikill léttir að yngri bekkirnir voru færðir í gamla skólann því þeir eru alltaf búnir um hádegi og eru flestir krakkarnir úr þessum bekkjurm á skóladagheimilinu og þá geta þeir dreift sér um gamla skólann án þess að valda truflun á kennslu.
Elín Hulda Harðardóttir og Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skólahreysti 2008-2009
13.11.2008 | 14:06

Kristinn Justiniano Snjólfsson
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Blönduvirkjun
13.11.2008 | 13:57

Þá var komið að snæðingi, öllum til mikillar gleði, þar var maulað á kexi og svalar þambaðir. Svo máttu allir velja sér boli eftir lit og stærð einnig voru okkur gefnar húfur og frisbídiskar. Svo var bara haldið heim:)
Þetta var skemmtileg og fræðandi ferð svo núna ættu allir í 10. bekk að geta gert verkefnið sem Lilja fól okkur. Það var að svara spurningum um Blönduvirkjun og gera ritgerð. Svona vetvangsferðir eru frábærar til að brjóta aðeins upp á skóladaginn.
Við þökkum fyrir góða ferð.
Elísabet Kristín Kristmundsdóttir
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
„Change we need
13.11.2008 | 13:50

Obama tekur formlega við forsetaembættinu af George W. Bush 20. janúar næst komandi og verður áhugavert að sjá hvaða áherslubreytingar verða gerðar á efnahaginum. Þrýstingur er á Obama að loka Guantanamo Bay fangabúðunum en Bush er byrjaður að vinna í þeirri aðgerð. Margir vilja breytingar og eru þær nauðsynlegar, vill Barack Obama meina samkvæmt slagorði hans Change, we need."
Allra augu hafa verið á forsetaframbjóðendum John McCain og Barack Obama síðast liðnar vikur meðan á kosningabaráttu þeirra stóð og yfir kosningar. Ekki fór hún fram hjá okkur Íslendingum þar sem fjölmiðlar komu með fréttir af henni daglega eða svona þar til fjármálafréttir ýttu henni til hliðar.
Kristinn Brynjar
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
BÍÓ Á BLÖNDUÓSI!
6.11.2008 | 14:27
Hugmyndin verður framkvæmd í næstu viku og þá líklega á fimmtudaginn, svo endilega takið frá daginn eða kvöldið. Ekki er alveg orðið ljóst hvaða mynd verður sýnd en um góða mynd verður að ræða. Myndin verður auglýst um leið og ákveðið verður hvaða mynd það verður.
Nemendur bekkjarins vonast til að sjá sem flesta og hvetja þeir alla til að mæta.
Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar Hvatar
6.11.2008 | 14:25
Á hátíðinni voru verðlaun veitt fyrir alla yngri flokka. http://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=4185 - inn á þessum link eru úrslitin og nokkrar myndir.
Eftir verðlaunaafhendinguna var farið árlegu leikina sem eru skotbolti og fílafótbolti. Í fílafótboltanum kepptu foreldrar á móti krökkum í grunnskóla. Foreldrarnir telja sig hafa unnið en okkur krökkunum fannst þetta sigurmark þeirra ansi vafasamt og ekki gilt (Hilmar lögregla tók boltann með höndunum og kastaði inn í markið).
Eftir alla hreyfinguna bauð Hvöt öllum upp á pizzu og gos.
Allir fóru glaðir og ánægðir heim og með góða mynd af árangri sumarsins.
Elín Hulda Harðardóttir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lestarvinirnir mættir aftur
6.11.2008 | 14:21
Lestrarvinaverkefnið heldur áfram hjá nemendum í 7. - 10. bekk og 1. - 3. bekk.
Í haust kom nýtt verkefni hjá Berglindi íslenskukennara til að fá unglingana til að lesa meira, það var þörf á því, og svo fær sjöundi bekkur góða æfingu fyrir upplestrarkeppnin. Það er líka góður grunnur í skóla að lesa mikið til að verða fær í flestan sjó.
En verkefnið hefst aftur þann 11. nóvember, eða í næstu viku. Nú verða dregnir nýir lestrarvinir og verður það mjög spennandi.
Yngri hópurinn er búinn að bíða spenntur eftir að fá að lesa með vinunum sínum og verða hæst ánægðir með að einhver kemur og les fyrir þá og þau fái að sýna hæfileika sína í lestrinum.
Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Forvarnardagur 6. nóvember
6.11.2008 | 14:19
Ómar Bragi starfsmaður UMFÍ (Ungmennafélags Íslands) kom í morgun og talaði við okkur um íþróttir, forvarnardaginn og hvað við vildum gera þegar við værum búin í grunnskóla.
Ómar er fulltrúi UMFÍ og fer í alla skóla í Austur-Húnavatnsýslu og talar um þetta við alla í 9. bekk, því þetta er aðeins fyrir þá nemendur.
Forvarnardagurinn er með síðu og er það http://www.forvarnardagur.is/ og er þar hægt að fara í net-ratleik þar sem maður svarar spurningum sem maður finnur svör við á mismunandi stöðum t.d. hjá BÍS (Skátahreyfingunni), ÍSÍ (Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands) og UMFÍ og eru stór og vegleg verðlaun í boði fyrir þá sem senda svörin sín inn og eru svo heppnir að vera dregnir út.
Tekið af síðu forvarnardagsins :
Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.
Forvarnardagurinn ýtir undir þátttöku í íþróttum og menntun og að eyða tíma með fjölskyldu.
Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
BINGO
6.11.2008 | 14:15
Vel var mætt og heppnaðist þetta vel, allir nemendur í 10. bekk höfðu eitthvert verkefni, t.d. lesa tölur, afhenda vinninga,selja spjöld, vera í sjoppu, selja jólakort, og hella upp á kaffi.
Vonandi að allir hafi skemmt sér vel þessa kvöldstund og mæti aftur á Bingó eftir áramótin.
Elísabet Kristín Kristmundsdóttir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)