Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Lilja Jóhanna Árnadóttir

liljaVið tókum viðtal við Lilju Jóhönnu Árnadóttur kennara við Grunnskólann á Blönduósi sem var hér nemandi fyrir 31 ári.

Lilja er fædd 1961 sem gerir hana 47 ára. Við spurðum hana spurninga um skólagöngu hennar. Uppáhaldskennarar hennar voru Örn Ragnarsson sem kenndi henni samfélagsfræði, Eysteinn sem kenndi henni stærðfræði, Aðalbjörg (heimilisfræði) og Eiríkur (íslensku). Og er enginn af þeim starfandi enn í skólanum.

Uppáhalds fag Lilju - sem kom okkur mikið að óvart - var stærðfræði og náttúrufræði þó hún hafi ekki verið mikið kennd. Og kennir Lilja það  bæði fögin í dag. Leiðinlegast fagið fannst henni eðlisfræði því það var lítil kennsla í tímum og einn veturinn var danskan leiðinleg.

Lilja telur að það hafi verið yfir 200 nemendur í skólanum þegar hún var nemandi hér og voru 18 með henni í bekk. Skólinn var tvískiptur og var unglingastiginu kennt allan daginn en litlu krökkunum bara eftir hádegi. Bestu vinkonur Lilju á þessum tíma voru Hjalla og Gréta sjöfn.

Það var ekki virkt íþróttalíf þó að krakkarnir hafi fengið 2-3 tíma í íþróttum á viku. Tímarnir voru kynjaskiptir og þá var mikið spilaður handbolti og svo var einn sundtími í hverri viku. Það var ekkert hægt að æfa eftir skóla. En nemendur fengu stundum að leigja salinn(þá var bara gamla íþróttahúsið) og spiluðu þá badminton. Reyndar einn veturinn þjálfaði Eysteinn körfubolta fyrir einn leik á móti Skagstrendingunum sem Blönduóskrakkarnir svo unnu.

Lilju finnst mikið hafa breyst síðan hún var hér í skóla. T.d er miklu betri aðstaða til íþróttaiðkunar og félagslífið hefur mikið breyst. Þá var reyndar bíó tvisvar sinnum í viku á fimmtudögum því þá var ekki sjónvarp og á sunnudögum og var alltaf góð mæting.

Að lokum vill Lilja koma eftirfarandi á framfæri. Grunnskólaárin eru ein af bestu árum ævinnar, maður fattar það sjaldan fyrr en maður er orðin eldri. En munið það, þið eruð bara börn einu sinni. Njótið þess.

Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir og

Elísabet Kristín Kristmundsdóttir


Stærðfræðitímar hjá 10. bekk vikuna 13.-16.október

rúmmetri IIÍ þessari viku er búin að vera hjá okkur Rannveig Hjartardóttir kennaranemi. Hún er búin að vera í tímum með Lilju Jóhönnu stærðfræðikennara.

Rannveig kom með skemmtilegt verkefni svo við gætum áttað okkur á hvað einn rúmmetri er stór, hún setti upp einn rúmmetra með stöngum á gólfið og áttum við í tíunda bekk að reyna að koma okkur sem flest inn í rúmmetrann. Hún kom líka með heimaverkefni fyrir okkur sem var mjög skemmtilegt, við áttum að mæla hvað eldhúsgólfið okkar væri margir fermetrar og hvað eldhúsið sjálft væri margir rúmmetrar. Síðustu tvo daga höfum við þreytt samræmt lokapróf í stærðfræði frá árinu 2006.

Kristinn Justiniano og Elín Hulda

píramídi


Felix Bergsson

0CA53F38F2CE1. janúar 1967 var ekki einungis upphaf á nýju ári, heldur kom lítill drengur í heiminn sem fékk nafnið Felix og er hann Bergsson.

Felix gekk í Grunnskólann á Blönduósi fyrstu tvö skólaár sín, eða frá 1973 - 1974 en þá stýrði faðir hans skólanum með harðri hendi.

Líkaði honum vel í skólanum þar sem Sigurlaug Hermannsdóttir kenndi honum að lesa og skrifa. Felix átti tvo bestu vini þá; Theódór (Tedda) sem var ári eldri en hann, og Sverri jafnaldra sinn.

Felix spilaði á blokkflautu á þeim tíma sem hann var í skólanum, mynnist hann þess að hafa átt að spila á flautuna á skemmtun fyrir framan almenning, en því miður hafi hann litið í augu fólksins og sprungið úr hlátri og gat því miður ekki spilað.

Eftir þessi tvö ár í skólanum ákváðu foreldrar hans að flytja suður, varð hann ósáttur við þau, hann vildi vera á Blönduósi.

En í borginni opnuðust nýir heimar fyrir honum, hann fór að æfa körfu- og fótbolta og varð mjög ánægur.

Seinna eignaðist hann síðan fjölskyldu og börn; þau Guðmund og Álfrúnu og hann var söngvari í hljómsveitinni Greifunum.

Sneri hann síðan við blaðinu og komst að því að hann er samkynheigður, flutti hann þá til Bretlands og lærði leikarann.

Í dag, hefur hann það afar gott og alltaf nóg að gera, þar sem hann er leikari, útvarps- og sjónvarpsmaður ásamt því að vera söngvari.

Guðlaug I og Kristinn B.


Hugleiðingar um kreppu

currencyNú þegar við erum að ganga inn í kreppu vakna margar spurningar. Margir voru órólegir og eru enn vegna innistæðu sinnar í banka. Öll vitum við að Geir H. Haarde er búinn að lofa okkur því að allt sparifé sé tryggt í bönkum. Foreldrar, það er nauðsynlegt að upplýsa börnin vel um þá stöðu sem við erum í. Margar spurningar hafa vaknað hjá nemendum í skólanum síðastliðna daga. Taka má sem dæmi að ein stelpa spurði hvort að við myndum öll svelta. Sumir unglinganna hafa miklar áhyggjur af framtíðinni til dæmis hvort að þeir geti borgað bílprófið og hvað þá keypt sér bíl. Enn aðrir hafa áhyggjur af því hvort að þeir komist í framhaldskóla eður ei.

Lítil áhrif á bæjarfélagið

Eins og staðan er í dag hefur kreppan lítil sem engin áhrif á fjármálastöðu bæjarfélagsins. Bærinn hefur ekki tekið mikið af erlendum lánum svo að þessi áhrif sem við sjáum skella á sumum bæjarfélögum eru ekki sambærileg hjá okkur. Fjárhagsleg staða Blönduóssbæjar  hefur lítið sem ekkert breyst síðastliðnar vikur. „Við höfum tekið nokkur innlend lán á mjög góðum vöxtum" sagði Arnar Þór, „innistæður okkar í banka eru allar tryggðar af ríkinu" bætti hann við, en bærinn hefur góða samninga í þeim málum.

Haldið áfram við byggingu sundlaugar

Eflaust hafa allir tekið eftir þeim framkvæmdum sem eru hér við skólann, bæði tröppunum við skólann og sundlauginni. Í dag er áætlunin sú að halda áfram með þau verkefni enda eru tröppunar langt á veg komnar. Stígandi er á fullu þessa dagana að slá upp fyrir veggjum sundlaugarbyggingarinnar sem gengur ágætlega. Áætlað er að halda áfram þeirri vinnu, þ.e.a.s. ekki er gert ráð fyrir töfum af völdum fjárhagserfiðleika.  Ekki er búið að bjóða út fleiri hluta sundlaugarverkefnisins en þegar að því kemur verður útboðið þannig lagt upp að tekið verður tillit til gengisbreytinga.
Arnar tók það fram að í þeim hluta útboðsins þar sem að kemur að því að versla erlend aðföng gæti það reyndar orðið erfitt, sérstaklega vegna þess hversu dýr allur influttur varningur er orðinn í dag.

 

Kristinn Brynjar,
Fjölmiðlaval


Bingó!!

Nemendur í  10. bekk skólans eru nú önnum kafnir við rífa upp kreppuna.

Þeir eru nefnilega að safna bingóvinningum sem spilað verður um, um  mánaðamótin október-nóvember. Söfnunin gengur ágætlega þó það reynist frekar erfitt að fá fyritæki til að styrkja bekkinn vegna slæmrar fjárhagsstöðu þessa dagana.

Bekkurinn hefur samt sem áður safnað aragrúa af vinningum sem koma frá öllum mögulegum fyrirtækjum, allir ættu því að geta fundið vinning sem hentar. 

Nú er bara spurning hvort maður vinni eitthvað!

Guðlaug Ingibjörg Steina.


Friðrik Ómar

Friðrik  Ómar hélt tónleika í Blönduóskirkju miðvikudaginn 1. október. Fjölmennt var í kirkjunni og voru þetta hinir skemmtilegustu tónleikar. Friðrik söng lög eftir þekkta  einstaklinga svo sem Vilhjálm Vilhjálmsson, Björgvin Halldórsson, Bítlana og Elton John.

Þetta voru frábærir tónleikar í alla staði og þeir sem fóru ekki á þessa tónleika misstu af miklu.

Elísabet Kristín Kristmundsdóttir

 

Geðheilsa barna og unglinga

Nemendaráð skólans fór síðastliðna helgi á landsmót Samfés sem var haldið í Garðinum.

Þar var ýmis skemmtidagskrá en var þar áhersla lögð á síðasta daginn þar sem nemendurnir voru upplýstir um geðheilsu barna og unglinga. Fræðslan fór fram í svo kallaðri „open space“ eða opinni umræðu. En hún fer þannig fram að þú getur labbað inn og út úr umræðunni án þess að það sé dónalegt og þú ræður fullkomlega um hvað þú vilt tala og getur þannig búið til þína eigin umræðu.Krakkarnir lærðu margt og voru einnig uppfræddir um 10. október sem er Geðheilbrigðisdagurinn. En í tilefni af honum er dagskrá sem má sjá á heimasíðu dagsins; http://www.10okt.com ásamt fleiri fræðandi upplýsingum.Krakkarnir voru líka fræddir um að margir misskilja hvað geðsýki er, þ.e.a.s. halda að það að vera geðsjúkur sé að vera bilaður, en geðsýki er svo margt annað. Geðheilsa felst t.d. í hugsunum okkar, tilfinningum og gerðum er við tökumst á við lífið.

Ég hvet ykkur öll til að fræðast meira um Geðheilsu og kíkja á vefinn.

Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir


Hver er staða íþróttaiðkunnar á Blönduósi?

Margir unglingar á Blönduósi er orðnir langþreyttir á að fá ekki fótboltaæfingar og hringdi því fjölmiðlaval  í Völu Gísladóttur sem situr í stjórn knattspyrnudeildar Hvatar.

Þegar við hringdum sagði Vala að þetta væri allt í vinnslu, t.d. væri fundur í dag 9. október, hún vildi ekki gefa upp neitt meira. Við ræddum líka við formann Hvatar Þórhöllu Guðbjartsdóttur og sagði hún okkur að við ættum bara að bíða róleg, þetta væri greinilega allt í vinnslu. Íþróttaskólinn er samt byrjaður og er hann fyrir 1. - 4. bekk og sjá þjálfarar eða íþróttakennarar um það, líka íþróttafræðinemar. Íþróttaskólinn byrjaði á miðvikudaginn 1. október í síðustu viku.Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir

Sumarbústaðarferð 10. bekkinga

Dagana 6. - 7.okt. fórum við (10. bekkurinn) í sumarbústað við Stóru-Giljá með umsjónarkennaranum okkar henni Önnu Margreti.Við lögðum af stað um sex leytið frá Grunnskólanum. Þegar við komum á staðinn var strax farið í að skoða bústaðinn sem reyndist svo vera í minni kantinum en við létum það ekkert á okkur fá og skemmtum okkur langt fram eftir nóttu.Fyrst var farið í það að grilla og finna sér næturstað, þar næst var látið renna í heitapottinn og flest allir fóru í hann.  Þegar allir voru orðnir eins og rúsínur var ákveðið að fara upp úr og skella sér í nokkra sérvalda leiki, á meðal þeirra var „Ég elska þig en má ekki brosa“ leikurinn, „Blikk“ morðingi og leikur þar sem allir vinna saman að losa bandaflækju. Lítið var sofið þessa nótt, mikið var spjallað, hlustað á tónlist, farið í pottinn (margir fóru þrisvar í hann) og borðað nammi. Margir sváfu aðeins síðustu klukkutímana af ferðalaginu og sáu svo eftir því þegar kom að þrifum, en við náðum að þrífa allt (enda ekki mjög stór sumarbústaður). Ég vona að allir hafi skemmt sér vel og þessi ferð lifi lengi í minnum okkar, endilega kommentið um hvernig ykkur fannst.Elín Hulda Harðardóttir

Tónlist fyrir alla

300-guitar-islandicaÍ gærmorgun fóru allir nemendu skólans út í Félagsheimili á tónleika á vegum verkefnisin Tónlist fyrir alla. Er þetta í annað sinn á þessu skólaári sem verkefnið Tónlist fyrir alla er hér í grunnskólanum. Í þetta sinn var það tríóið Guitar Islancio sem hélt tónleika. Tríóið skipa þeir Bjarni Thoroddsen og Gunnar Þórðarson á gítar ásamt Jóni Rafnssyni á kontrabassa. Þeir spiluðu meðal annars nokkur þekkt þjóðlög. Í einu laginu fengu þeir aðstoð frá nemendum skólans en það voru þau Árný í 8. bekk, Hrafnhildur og Halla í 7. bekk og Benni og Kristófer Skúli í 6. bekk sem að spiluðu með þeim „Krummi svaf í klettagjá“ og aðrir nemendur sungu með.

 

Kristinn Brynjar,
Fjömiðlaval


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband