Færsluflokkur: Dægurmál

Handboltaleikur í Íþróttahúsinu á Blönduósi

Fimmtudaginn 27. nóvember stendur til að verði handboltaleikur í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Þar munu etja kappi lið Varmahlíðinga og Hvatar. Ungir og efnilegir handboltaiðkenndur Varmahlíðar mæta gestgjöfunum í 3. flokki karla í fótbolta.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem liðin keppa hér á Blönduósi en í vor kepptu þau og vann lið Hvatar sigur á sterku liði Varmahlíðinga. Það er því mikil pressa á að þeir nái að vinna þennan leik eins og þann fyrri.

Í tilefni að leiknum hefur byrjað handboltatímabil í skólaíþróttum og er vel í það tekið. Einnig á að nýta nokkar fótboltaæfingar til að æfa sig fyrir leikinn. Auðvitað eru allir hvattir til þess að mæta og hvetja sitt lið til dáða.

Kristinn Brynjar


Reyklaus bekkur 2008 - 2009

l_news455994a6eff39Reyklaus bekkur er samkeppni sem á alþjóðavísu heitir „Smokefree Class Competition", var fyrst haldin í Finnlandi fyrir 19 árum  og er hún nú haldin á Íslandi í tíunda sinn í ár.

Öllum 7. og 8. bekkjum á landinu er boðið að taka þátt svo fremi að enginn reyki í bekknum. Markmið samkeppninnar er að hvetja nemendur í að vera „frjálsa-reyklausa" og byrja ekki að fikta við reykingar.

7. og 8. bekkur á Blönduósi taka þátt og eru báðir bekkirnir reyklausir. Lilja Jóhanna Árnadóttir  umsjónarkennari 8. bekkjar er búin að opna heimasíðu sem er opin öllum sem hafa áhuga á því að hætta að reykja eða vilja bara fræðast um hættu reykinga.

7. bekkur er ekki byrjaður á sínu verkefni en hugmyndirnar vantar ekki.

Kristinn Justiniano Snjólfsson


Breytt út af vananum

Picture 004Anna Margret enskukennari breytti út af vananum í síðustu viku eins og oft áður - nemendum til mikillar gleði. Hafði hópurinn verið að lesa söguna um af hverju bangsar heita „teddy bear".

Nemendur voru beðnir um að búa til verkefni sem væri hægt að leggja fyrir hópinn, sem að þessu sinni voru bara stelpur úr 8. -10. bekk. Verkefnið var valið og það fólst í því að allar stelpurnar áttu að mæta með bangsa og kynna þá fyrir hinum, hvaðan þeir voru, hvað þeir hétu og hvaða tilgangi þeir þjónuðu (voru  þeir skraut- eða kúrudýr eða lyklakippur)

Var þetta Skóladagheimili og bangsadagur 036skemmtilegur tími eins og svo oft áður þegar Anna breytir út af vananum.

Elísabet Kristín Kristmundsdóttir


Á tjá og tundri

Grímur á tjá og tundriÞann 29. nóvember síðastliðin frumsýndi Fjölbrautarskóli Norðurlands-vestra leikritið Á tjá og tundri eftir Gunnar Helgason. Leikritið fjallar um ungt par sem er að fara að gifta sig en þegar upp koma mál sem ekki hafa verið rædd áður fer allt í pat og leysa þarf úr öllum málum. 

Grímur Rúnar Lárusson, fyrrum nemandi Grunnskólans á Blönduósi  fer með annað af tveimur aðalhlutverkum leikrtsins og mótleikari hans er Lena Rut Jónsdóttir frá Skagaströnd.  Þess má geta að þrír aðrir sem taka þátt í leikritinu koma frá Blönduósi en það eru; Svanur Ingi Björnsson, Jóhannes Magni  Magneuson og Júlía Skúladóttir en hún bjó á Blönduósi á sínum yngri árum.

Föstudaginn 21. nóvember mun félagsmiðstöðin Skjólið fara með hóp af krökkum úr 7. - 10. bekk yfir til Sauðárkróks til að sjá leikrtið og eru allir mjög spenntir yfir því.  Skráningablað var hengt upp á upplýsingatöflum skólans og meiripartur nemenda hafa þegar skráð sig enda skilst manni að fólki hafi líkað leikritið vel.

Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir


Stúlknakór Norðurlands vestra

Næstu vikur verður unnið að því að stofna stúlknakór sem mun heita Stúlknakór Norðurlands vestra. Kórinn er ætlaður stelpum á aldrinum tíu til sextán ára. Áheyrendaprufur fyrir þá sem búa á þessu svæði verða föstudaginn 21. nóvember klukkan 17:30 í Tónlistarskólanum á Blönduósi. Þrír dómarar munu velja þá nemendur sem þeir telja að geti tekið þátt í kórnum.

Þátttakendur þurfa að búa sig undir prufurnar með því að æfa eitt lag vel, og syngja eitt lag eða erindi að eigin vali.

Dómarar áheyrendaprufa verða; Alxandra Chernyshova (söng í La Traviata með óperu Skagafjarðar og stýrir Söngskóla Alexöndru á Sauðárkróki), Skarphéðinn Einarsson (Skólastjóri Tólistarskóla A-Hún, einnig er hann með umsjón með Skólalúðrasveit A-Hún) og Elínborg Sigurgeirsdóttir (skólastjóri Tónlistarskóla Vestur-Húnavantssýslu).

Öllum stúlkum á þessu aldri er boðið að taka þátt og þess má geta að þátttaka er ókeypis.

Lokaverkefni kórsins er að hafa tónleika um páskana.

 

Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir


Stíll 2008

Stíll 08 verður haldinn í áttunda skiptið þann 22. nóvember, frá klukkan 15:00 til 21:00, í íþróttahúsinu Smáranum. Stíll er keppni þar sem keppt er í förðun, hárgreiðslu og fatahönnun. Hver félagsmiðstöð má senda eitt lið til keppninnar og í hverju liði mega vera 2-4 einstaklingar, þar af eitt módel. Keppendur þurfa að skila möppu með teikningum og myndum og skrifuðum hugmyndum frá hönnunarferlinu.

Í Stíl er alltaf eitthvert þema. Þemað í ár er framtíðin og er eins gott fyrir keppendur að láta hugmyndaflugið njóta sín.

Forkeppni er haldin í Skjólinu á morgun 14. nóvember og hægt er að skrá sig til hádegis á morgun, föstudag.

Guðbjörg

 

 

 


Enskutími 6. bekkjar

Verslanir í 6. bekk 003Í dag, þann 13. nóvember,  var ensku tími 6. bekkjar með aðeins öðruvísi sniði en venjulega. Anna Margret, kennarinn þeirra, hafði verið að kenna þeim um enska peninga og útbjó þá, pund og pens, og nemendurnir fóru í búðarleik.

Þeim var skipt í 3-4 manna hópa og þar útbjuggu þeir myndir af vörum sem þeir festu svo á stórt spjald og skiptust á að vera "shopkeeper" eða "shopassistant". Þetta er góð og skemmtileg tilbreyting frá bókum, en hún Anna Margret er mikið að kenna bóka laust.

 

Verslanir í 6. bekk 002Verslanir í 6. bekk 001Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir


Skóladagheimilið 2008

Á skóladagheimilinu er 41 barn. Halla Bernódusdóttir er umsjónarmaður og stjórnandi yfir skóladagaheimilinu en hefur hún líka nokkra aðstoðarmenn, Hallfríði Ólafsdóttur, Guðrúnu Kristófersdóttur og svo koma hinir skólaliðarnir stundum ef þarf að bjarga einhverju.

Á skóladagaheimilinu er margt gert, fyrst þegar krakkarnir koma á daginn er borðaður hágdegismatur, síðan þegar allir eru búnir að borða er frjáls tími þar til íþróttaskólinn byrjar og eru flestir krakkarnir í honum. Á skóladagheimilinu er mikið af gömlu dóti og nýju og finna allir krakkarnir sér alltaf eitthvað við hæfi; Playmo, Barbí, bíla og fleira.

Þegar veðrið er gott fara krakkarnir alltaf út að leika sér eftir hádegismat en eftir kaffið þegar þeir eru búnir í íþróttaskólanum mega þeir ráða hvort þeir vilji fara út eða ekki. Kvenfélagið Vaka á Blönduósi varð á síðasta ári áttatíu ára og gaf af því tilefni skóladagheimilinu sjónvarp, DVD- og VHS-spilara sem þau horfa á þegar veðrið er mjög vont.

Höllu finnst mikill léttir að yngri bekkirnir voru færðir í gamla skólann því þeir eru alltaf búnir um hádegi og eru flestir krakkarnir úr þessum bekkjurm á skóladagheimilinu og þá geta þeir dreift sér um gamla skólann án þess að valda truflun á kennslu.

Elín Hulda Harðardóttir og Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir


Skólahreysti 2008-2009

SkólahreystiÍ ár hefur Grunnskólinn á Blönduósi tekið upp á vali sem heitir skólahreysti og er markmið nemenda að fara gegnum þrautir úr skólahreystiskeppninni sjálfri og búa til lið sem keppi fyrir hönd skólans þegar að því kemur. Kennsla í þessum tímum er bara í íþótta- og þreksal og er Ólafur Sigfús íþróttakennari með þessa tíma. Í þessum tímum er oft verið að æfa þol og fara krakkarnir líka í þreksalinn að æfa en sérstaklega eru skólahreystis greinarnar æfðar. Þær eru dýfur, armbeygjur, upphífingar, hreystigreip og hraðabraut. Keppni í skólahreysti á Norðurlandi verður 5. mars 2009 á Akureyri og Grunnskólinn á Blönduósi verður svo sannarlega tilbúinn í slaginn.

Kristinn Justiniano Snjólfsson

 

 

 


Blönduvirkjun

l_c506cfa8d1c9498b9546c8734c3c0863Á fimmtudaginn skellti 10. bekkur sér með Lilju náttúrufræðikennara upp í Blöndustöð að skoða hvernig rafgmagnið verður til. Við lögðum af stað klukkan átta og vorum komin um hálf tólf til baka. Þegar við komum í Blöndustöð keyrðum við niður jarðgöngin sem liggja að stöðvarhúsinu, þegar inn var komið var tekið á móti okkur og fengum við leiðsögn um svæðið sem endaði svo á að lyfta var tekin upp um 24 hæðir.

Þá var komið að snæðingi, öllum til mikillar gleði, þar var maulað á kexi og svalar þambaðir. Svo máttu allir velja sér boli eftir lit og stærð einnig voru okkur gefnar húfur og frisbídiskar. Svo var bara haldið heim:)

Þetta var skemmtileg og fræðandi ferð svo núna ættu allir í 10. bekk að geta gert verkefnið sem Lilja fól okkur. Það var að svara spurningum um Blönduvirkjun og gera ritgerð. Svona vetvangsferðir eru frábærar til að brjóta aðeins upp á skóladaginn.

Við þökkum fyrir góða ferð.

Elísabet Kristín Kristmundsdóttir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband