Færsluflokkur: Dægurmál

„Change we need

barack obamaNú er liðin rétt rúm vika síðan að Bandaríkjamenn kusu nýjan forseta. Barack Obama forsetaframbjóðandi demókrata vann kosningarnar með 7% mun líkt og skoðanakannanir gerðu ráð fyrir. Um 130 millj. sóttu kjörstaði eða greiddu utankjörstaða atkvæði. Er þetta mesta kjörsókn síðan 1960. Kosningarnar eru sögulegar að því leyti að aldrei fyrr í sögu Bandaríkjanna hefur þeldökkur maður verið kosinn forseti.

Obama tekur formlega við forsetaembættinu af George W. Bush 20. janúar næst komandi og verður áhugavert að sjá hvaða áherslubreytingar verða gerðar á efnahaginum. Þrýstingur er á Obama að loka Guantanamo Bay fangabúðunum en Bush er byrjaður að vinna í þeirri aðgerð. Margir vilja breytingar og eru þær nauðsynlegar, vill Barack Obama meina samkvæmt slagorði hans „Change, we need."

 Allra augu hafa verið á forsetaframbjóðendum John McCain og Barack Obama síðast liðnar vikur meðan á kosningabaráttu þeirra stóð og yfir kosningar. Ekki fór hún fram hjá okkur Íslendingum þar sem fjölmiðlar komu með fréttir af henni daglega eða svona þar til fjármálafréttir ýttu henni til hliðar.

Kristinn Brynjar


BÍÓ Á BLÖNDUÓSI!

Um þessar mundir er 10. bekkur Grunnskólans á Blönduósi á fullu að safna pening fyrir lokaferð sína sem verður í vor. Hugmynd kom upp í koll nemanda bekkjarins að hafa bíó því langt væri síðan síðasta mynd hafi verið sýnd.

Hugmyndin verður framkvæmd í næstu viku og þá líklega á fimmtudaginn, svo endilega takið frá daginn eða kvöldið. Ekki er alveg orðið ljóst hvaða mynd verður sýnd en um góða mynd verður að ræða. Myndin verður auglýst um leið og ákveðið verður hvaða mynd það verður.

Nemendur bekkjarins vonast til að sjá sem flesta og hvetja þeir alla til að mæta.

Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir


Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar Hvatar

Uppskeruhátíðin var haldin laugardaginn 1. nóvember síðast liðinn.

Á hátíðinni voru verðlaun veitt fyrir alla yngri flokka. http://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=4185 - inn á þessum link eru úrslitin og nokkrar myndir.

Eftir verðlaunaafhendinguna var farið árlegu leikina sem eru skotbolti og fílafótbolti. Í fílafótboltanum kepptu foreldrar á móti krökkum í grunnskóla. Foreldrarnir telja sig hafa unnið en okkur krökkunum fannst þetta sigurmark þeirra ansi vafasamt og ekki gilt (Hilmar lögregla tók boltann með höndunum og kastaði inn í markið).

Eftir alla hreyfinguna bauð Hvöt öllum upp á pizzu og gos.

Allir fóru glaðir og ánægðir heim og með góða mynd af árangri sumarsins.

Elín Hulda Harðardóttir


Lestarvinirnir mættir aftur

Nú er komið að því!

Lestrarvinaverkefnið heldur áfram hjá nemendum í 7. - 10. bekk og 1. - 3. bekk.

Í haust kom nýtt verkefni hjá Berglindi íslenskukennara til að fá unglingana til að lesa meira, það var þörf á því, og svo fær sjöundi bekkur góða æfingu fyrir upplestrarkeppnin. Það er líka góður grunnur í skóla að lesa mikið til að verða fær í flestan sjó.

En verkefnið hefst aftur þann 11. nóvember, eða í næstu viku. Nú verða dregnir nýir lestrarvinir og verður það mjög spennandi.

Yngri hópurinn er búinn að bíða spenntur eftir að fá að lesa með vinunum sínum og verða hæst ánægðir með að einhver kemur og les fyrir þá og þau fái að sýna hæfileika sína í lestrinum.

 

          Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir


Forvarnardagur 6. nóvember

haus2

Forvarnardagurinn er haldinn í öllum grunnskólum landsins 6. nóvember 2008. Hann er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá áfengis- og fíkniefnaneyslu.

Ómar Bragi starfsmaður UMFÍ (Ungmennafélags Íslands) kom í morgun og talaði við okkur um íþróttir, forvarnardaginn og hvað við vildum gera þegar við værum búin í grunnskóla.

Ómar er fulltrúi UMFÍ og fer í alla skóla í Austur-Húnavatnsýslu og talar um þetta við alla í 9. bekk, því þetta er aðeins fyrir þá nemendur.

Forvarnardagurinn er með síðu og er það http://www.forvarnardagur.is/ og er þar hægt að fara í net-ratleik þar sem maður svarar spurningum sem maður finnur svör við á mismunandi stöðum t.d. hjá BÍS (Skátahreyfingunni), ÍSÍ (Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands) og UMFÍ og eru stór og vegleg verðlaun í boði fyrir þá sem senda svörin sín inn og eru svo heppnir að vera dregnir út.

Tekið af síðu forvarnardagsins :

Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.

Forvarnardagurinn ýtir undir þátttöku í íþróttum og menntun og að eyða tíma með fjölskyldu.

Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir

 

 

 


BINGO

Bingó 10. bekkjar var haldið í gær miðvikudaginn 5. nóvember. 10. bekkur var búinn að raða saman öllum þessum haug af vinningum sem hafði borist, reynt var að hafa marga og flott vinninga saman í pakka.

Vel var mætt og heppnaðist þetta vel, allir nemendur í 10. bekk höfðu eitthvert verkefni, t.d. lesa tölur, afhenda vinninga,selja spjöld, vera í sjoppu, selja jólakort, og hella upp á kaffi.

Vonandi að allir hafi skemmt sér vel þessa kvöldstund og mæti aftur á Bingó eftir áramótin.

Elísabet Kristín Kristmundsdóttir


Læknanemar í verkefninu Ástráði kíktu á okkur á þriðjudaginn

Astradur

 

 

 

Verkefnið Ástráður snýst um kynlíf og allt sem tengist kynlífi. Þetta er verkefni sem læknanemar eru með. Verkefnið snýst um að fara í skóla sem sækja um að fá þessa fræðslu. Nemarnir sem komu til okkar heita Árni og Dagrún. Dagrún er dóttir Lilju kennara sem kennir hér í skólanum.

Þau kynntu allar getnaðarvarnir mjög vel fyrir okkur. Síðan var okkur gefinn smokkur og upplýsingar um hann.

Í lok þessarar heimsóknar voru okkur líka gefin veggspjöld til að hafa í stofunum okkar.  

Guðbjörg Þorleifsdóttir

 

 


´80s ball í Skjólinu

 

'80s ball 020´80s ball var haldið í Skjólinu föstudaginn 17. október.  Fólk var beðið að mæta í ‘80s fatnaði. Það mátti sjást að flestir tóku þessi alvarlega og mættu í ‘80s fatnaði sem er auðvitað bara gaman.

Á ballinu voru raddböndin þanin í Singstar ‘80s keppni  og voru það Hilmar og Elísabet í 10. Bekk, Guðbjörg í  9. og Maggý í 8. bekk sem unnu - þeim til mikillar gleði :)

Valinn var flottasti ‘80s klæðnaðurinn og var það Stefán í 10. bekk sem fékk þann titil. Svo var dansað við ‘80s lög það litla sem eftir var af kvöldinu. 

meira '80 047Held að allir hafi bara skemmt sér vel og var þetta hið skemmtilegasta kvöld, vonumst eftir fleiri svona skemmtilegum kvöldum.

Elísabet Kristín Kristmundsdóttir

 

 

 


Kenía þemaverkefni 7. - 8. bekkjar

Nú um þessar mundir er í gangi þemaverkefni hjá 7. - 8. bekk.

Kennaranemarnir Rannveig og Sonja stjórna því og snýst þetta alfarið um líf og ástand fólks í Kenía. Þær notuðu verkefnið til að reyna blanda saman öllum námsgreinum þ.e.a.s. íslensku, stærðfræði, ensku, textílmennt og upplýsingatækni.

Þær fjölluðu einnig um Paul Ramses sem er frá Keníu. Þetta verkefni er búið að standa yfir í viku og eru nemendur búnir að búa til veggspjöld, möppur, hafa viðtalsþátt og föndra alls kyns hluti.

Misjafnar skoðanir eru á því hvernig verkefnið er búið að vera, sumt finnst þeim skemmtilegt annað ekki eða þá þeim er búið að finnast allt skemmtilegt eða ekki.

Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir


Ragnheiður Ólafsdóttir

Ég tók viðtal við Ragnheiði Ólafsdóttur,  hún er fædd árið 1977. Ég spurði hana aðeins út í hvernig var að vera í skólanum á Blönduósi þegar hún var í honum frá 1982 til 1992.

 Það voru margir kennarar þegar hún var í skóla og Höddi, Vilborg og Þórhalla eru öll enn að kenna í Grunnskólanum á Blönduósi.

Á hennar tíu árum voru fjórir skólastjórar þeir voru Björn Sigurbjörnssón, Eiríkur Jónsson, Sveinn Kjartansson og Páll Leó Jónsson. Það voru um það bil 200-220 nemendur á hennar skólaárum og með henni í bekk voru alls 22 nemendur.

Ragnheiði fannst mjög skemmtilegt í skólanum og allt var skemmtilegt sem hún var að læra. Hún vildi að íþróttaaðstaðan myndi batna og var byggt nýtt íþróttahús þegar hún var í tíunda bekk og nú er til dæmis kominn nýr sparkvöllur. Hennar bestu vinir voru Erla Jakobs, Erla Íslafold, Vala og Fanney.

Hún er ennþá í fullu sambandi við þær í dag. Kennsluhættir hafa breyst aðeins sagði hún, til dæmis með samkennsluna og fögin. Það var hægt að stunda allar íþróttir sagði hún meðal annars fótbolta,  handbolta, körfubolta, sund og margt fleira. Íþróttalífið var mjög virkt.

 Hún man sérstaklega eftir einu eftirminnilegu atviki þegar hún var á yngsta stigi. Var það þegar var haldin svo kölluð þemavika og var hún kölluð Fjöreggið. Farið var í skrúðgöngu og haldnar margar sýningar sem foreldrar komu til að horfa á.

Það eru tveir frægir sem koma úr hennar bekk. Annar er kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason sem gekk frábærlega vel í sumar og Halli Mummason sem er Austurríki og er í hljómsveit sem er að gera það gott. Ragnheiður á tvö börn sem eru í skóla og annað er í skólanum á Blönduósi og hitt í Þorlákshöfn og ætla þau að stefna á eitthvað íþróttatengt. Svo á hún líka son í leikskólanum Barnabæ.

 Að lokum sagði hún að maður ætti að lifa lífinu í lukku en ekki í krukku.

Kristinn Justiniano Snjólfsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband