Vatnaskógarferð 8.bekkjar
22.9.2009 | 14:52
Mánudaginn 24. ágúst fóru nemendur í 8. bekk Grunnskólans á Blönduósi í fermingarfræðslu í Vatnaskógi. Við lögðum af stað kl 8:30 frá kirkjunni og á leiðinni stoppuðum við á ýmsum stöðum til að ná í krakka t.d. á Hvammstanga, Laugarbakka, í Staðaskála og Baulu.
Þegar við komum í Vatnaskóg var okkur skipt í herbergi. Þegar það var búið fórum við á vistirnar að búa um okkur og fórum strax í hádegismat. Í hverjum hádegismat og kvöldmat áttum við að syngja borðsálm. Í matnum var okkur sagt að það kæmu fleiri krakkar frá Vestfjörðum um kaffitímaleytið og þangað til væri frjáls tími.
Eftir hvern hádegismat var frjálstími og hægt að gera margt og mikið til dæmis fara í íþróttahúsið, sigla á bát ef veður leyfði, tálga í smíðahúsinu og fleira. Einnig var frjáls tími eftir kaffitíma og þá var hægt að gera það sama og fyrr um daginn en á miðvikudeginum var ekki frjáls tími. Þá átti maður að velja milli þriggja mismunandi verkefna sem voru sjálfsstyrking, sköpunarganga (skógarganga) og fræðsla um Saurbæ. Á miðvikudagskvöldið var messa í Hallgrímskirkju í Saurbæ.Eftir kvöldmat var kvöldvaka öll kvöldin og margt var brallað þar til dæmis voru sýnd leikrit, það var sungið síðan voru messur á miðvikudeginum og fimmtudeginum. Eftir hverja kvöldvöku var kvöldhressing og síðan var hægt að fara í kapelluna og fara síðan að sofa.
Á eftir kvöldmat á fimmtudeginum var harmonikuball sem var rosa skemmtilegt.Á föstudeginum áttum við að ganga frá öllu því við vorum að fara heim um kaffitímaleytið.
Þegar við vorum að kveðja þá áttum við að fara í hring og taka í höndina á öllum og þakka fyrir vikuna. Á leiðinni heim stoppuðum við á sömu stöðum og á leiðinni í Vatnaskóg en núna til að skila krökkunum af okkur.
Ferðin var mjög skemmtileg og við værum alveg til í að endurtaka þetta.Birta og Dagbjört, 8.bekk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mentor.is er mögnuð síða!
22.9.2009 | 14:46
Mentor er búið að vera mjög hjálpsamur vefur fyrir t.d. unglingadeild þar sem nemendur deildarinnar fá upplýsingar um heimanámið á tölvutækuformi. Nemendur verða einna helst fúlir og reiðir ef þeir sjá ekki heimanámið sitt á Mentor og telja að það sé órituð lög að kennarar skulu setja þar inn heimanámið. Þarna fá líka nemendur upplýsingar um próf og fleira slíkt. Þetta geta foreldrarnir líka séð og þannig minnt börn sín á og fylgst með hvort þau séu að vinna heimanám og stunda námið af fullum krafti.
Margrét Ásgerður ÞorsteinsdóttirDægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fróðleikur vikunnar...
22.9.2009 | 14:42
Reglugerð um hundakofa Hundaeigendur í Olmsted Falls í Ohio eru skyldugir til að hafa hundakofana vatnshelda og með sjálflokanlegum dyrum!
Hjólagirðing Í þorpinu Egmont á Nýja Sjálandi er girðing gerð úr gömlum reiðhjólum.
Hvað er í matinn? Seve Ritchie er slátrari í London sem fer sínar eigin leiðir. Hann er eigandi Theobald's-kjötbúðarinnar í Clerkenwell-hverfinu og sérhæfir sig í kjöti af framandi dýrum líkt og sebrahestum, úlföldum, skröltormum, strútum og kengúrum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spákonufellsferð
22.9.2009 | 14:39
Miðvikudaginn 2. september fór unglingadeildin í ferð uppá Spákonufell.
Við fórum frá skólanum og foreldrar sáu um að skutla hópnum. Við komum um tvö leytið í skíðasálann þar sem við gistum og fórum þaðan á golfvöllinn á Skagaströnd.Við lögðum af stað þaðan uppá fjallið kl. hálfþrjú.
Ferðin upp fjallið var löng og erfið en með nokkrum stoppum og sögum um Þórdísi spákonu og kindina Grákollu á leiðinni. Þegar allir voru komnir uppá toppinn var skrifað í gestabókina þar og tekin hópmynd. Síðan lá leiðin aftur niður á golfvöll.
Um sjö leytið voru allir komnir aftur í skíðaskálann og
sumir fóru í sturtu, en eftir það grillaði Berglind hamborgara og síðan voru skúffukökur í eftirrétt. Þegar allir voru orðnir saddir fórum við í leik þar sem allir þurftu að komast að því hver þeir væru með því að ganga á milli allra í hópnum og spyrja já og nei spurninga, en búið var að líma miða aftan á okkur með nöfnum á einhverjum persónum. Lilja sagði síðan söguna af Djáknanum á Myrká og draugasögu um beinagrind í kirkju.
Eftir það fóru allir að sofa þótt að það hafi ekki gengið vel fyrir alla því að það var allt krökkt af köngulóm í bústaðnum. En flestir voru þó sofnaðir um klukkan eitt.
Morguninn eftir var vaknað um klukkan níu og byrjað að taka saman dótið og þrífa skálann. Síðan komu foreldrarnir í bústaðinn klukkan ellefu til að skutla heim.
Þetta var skemmtileg, fróðleg og vel heppnuð ferð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýtt nemendaráð Grunnskólans á Blönduósi
22.9.2009 | 14:21
Nemendaráð Grunnskólans á Blönduósi er skipað sjö manneskjum, það eru Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir, Guðbjartur Sindri Vilhjálmsson og Marta Karen Vilbergsdóttir úr 10. bekk, Hjálmar Sigurðsson og Bergþóra Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir úr 9. bekk og úr 8. bekk Atli Einarsson og Hrafnhildur Una Þórðardóttir. Líka var kosið um formann og er það Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir.
Helgina 4 - 5. október munu svo fimm manneskjur úr nemendaráði, nemendur úr 9. og 10. bekk halda á Sauðárkrók á landsmót SAMFÉS og koma á það nemendaráð úr öllum skólum landsins. Helgin er vel skipulögð svo krakkarnir hafi nóg að gera. Munu krakkarnir velja sér smiðju sem er hópaskipt og er allan laugardaginn, smiðjurnar eru mjög ólíkar og mikið er um að velja. Á laugardagskvöldið er svo ball og síðan gist á Sauðárkróki.
Krakkarnir hlakka mikið til helgarinnar, eru vongóðir um að læra margt áhugavert og kynnast mörgum spennandi krökkum. Sögurnar af þessum mótum lifa lengi meðal nemenda og vonandi gildir það einnig um þetta landsmót.
Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vissir þú...
15.9.2009 | 14:24
Fjölmiðlaval ætlar að lauma að lesendum sínum nokkrum ótrúlega ónytsamlegum fróðleiksmolum í hverri viku. Molarnir eru að þessu sinni fengnir úr bókinni Ótrúlegt en satt.
Englasafn Á safni í Beloit í Wisconsin eru 7.500 englar til sýnis. Efniviðurinn er fjölbreyttur: Pasta, postulín, kol, tin, könglar, drykkjarrör og selskinn.
Garðklipping Á landareign Lansdownes lávarðar í Perthshire í Skotlandi var 30 m hátt limgerði sem náði yfir 0,5 km. Sex menn þurfti til að klippa gerðið og stóran og mikinn vinnupall!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tyggjó!!!
8.9.2009 | 15:07

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óvitinn ekki lengur óvirkur
8.9.2009 | 14:58
Óvitinn er fréttasíða fjölmiðlavals og var hún búin til í fyrra um þetta leyti.
Á Óvitanum birtast fréttir og annað efni sem kom ekki bara frá fjölmiðlavali heldur líka unglingadeildinni og verður engin breyting þar á þetta árið.Óvitinn var hugmynd frá nemendum fjölmiðlavals í fyrra og mun vera hluti af fjölmiðlavali næstu árin alla vegana.
Nú er Óvitinn aftur orðinn virkur eftir nokkurt hlé svo kennarar, foreldrar, nemendur og aðrir áhugasamir geta fylgst granntmeð skólalífinu og öðru skemmtilegu sem birtist hér á vefnum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Keðjusögur nemenda í unglingadeild
17.4.2009 | 16:29
Sögurnar sem hér á eftir fara eru unnar af nemendum í unglingadeild einn góðan morgun fyrir páskafrí. Þær voru skrifaðar þannig að fjórir nemendur fengu fjórar mínútur til að skrifa sögu, eftir þessar fjórar mínútur skiptu nemendur og fengu sögu einhverra annarra í hendur og áttu að halda áfram. Þegar þetta var búið að ganga svona í þrjú skipti átti sá síðasti að ljúka sögunni sem þeir fengu. Sagan gat því tekið miklum breytingum frá því að byrjað var á henni þar til henni lauk því fjórir aðilar skrifuðu hana.
Góða skemmtun
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sagan af Sindra
17.4.2009 | 16:17
Einu sinni var maður sem átti heima í litlum kofa útí skóg. Hann átti enga vini vegna þess að hann var svo leiðinlegur alltaf. Einn daginn ákvað maðurinn að taka sér göngutúr í skóginum og þar sá hann marga hluti sem hann hafði ekki séð áður eins og sápu og bursta. Það vannst honum merkilegur fundur, síðan labbaði hann heim á leið en á leiðinni heim sá hann dálítið mjög ógnvekjandi. Það var risastór hagamús. Hann ætlaði að hlaupa frá henni en þá kom hagamúsin og beit hann og bitið var svo stórt að hann þurfti að fara á sjúkrahús. Þegar maðurinn sem hét Sindri var komin á sjúkrahúsið vildi enginn hjálpa honum svo hann fór út grátandi og var reiður , fyrir utan sat gamall maður sem spurði hann af hverju hann væri að gráta og þá svaraði Sindri ,, Hagamúsin beit mig og það vill enginn hjálpa mér'' og þá sagði gamli maðurinn ,, Já ég er læknir og ég skal hjálpa þér bara ef þú kemur heim til mín'' og þá sagði Sindri : ,, ég treysti þér ekki '' Svo hljóp hann heim og lagðist upp í rúm. Þar dó Sindri en svo var haldin jarðarför og þá mætti allur bærinn til að syrgja hann og á varð Sindri svo glaður í gröfinni að hann lifnaði við og allir fóru að syngja og tralla.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)