Vetrarfrí

Vetrafríið var í Grunnskólanum sjötta til níunda nóvember. Margir ákváðu að nýta sér það vel og fara í ferðalög og margt fleira. Örugglega hefur þó einhver verið veikur í vetrafríinu vegna mikilla veikinda sem voru vikuna áður.

Nú eru aðeins 39 dagar í litlu jólin og 44 dagar í jólin sjálf og líklega margir orðnir spenntir!

Guðbjörg, 10. bekk


Róbert Daníel Jónsson um hvolpana sína

RóbertVið Árný og Birta spurðum Róbert húsvörð hvort að við mættum taka viðtal við hann um hvolpana sem tíkurnar hans, þær Sunna og Allý, gutu nú nýverið. Við ákváðum að taka þetta viðtal við Robba því okkur finnst svo gaman að hundum.

Róbert er með fimm hvolpa af tegundinni Shetland Sheepdog. Allý gaut þremur hvolpum og eru þeir undan hundinum Ísa. Sunna gaut tveimur undan hundinum Mola.

Ein af helstu ástæðunum fyrir því að hann er að rækta hunda af þessari tegund má nefna að hann hefur fylgst mikið með þessari tegund og langar til að þeim fjölgi hér á landi. Hann heillaðist einnig af eiginleikum þeirra.

Róberti finnst hundar skemmtilegur félagsskapur og skemmtilegt áhugamál.

Hann er ekki búinn að selja þá en búið er að taka þá alla frá.

Tíkurnar eru undan Felix sem er pabbi Sunnu og Lightning sem er pabbi Allýjar. Sunna er þriggja ára en Allý tveggja. Einnig má benda á að afi Allýjar er kanadískur meistari og einnig viljum við segja frá því að þetta eru fyrstu hvolparnir sem Róbert ræktar.                        

                                                                        Árný Dögg 9.b og Birta Ósk 8.b


Lestrarátak

lestrarátak

Lestrarátak í unglingadeild hófst 19. október og lauk því í dag 10. nóvember. Berglind kennari ákvað að prufa þetta og fengum við 15 mínútur á hverjum degi til að lesa og svo auðvitað heima líka. Krakkar með leshraða 150 atkvæði og minna á mínútu lásu 20 blaðsíður, krakkar með 150-250 atkvæði á mínútu lásu 30 bls og svo loksins 250 atkvæði og meira með 40 bls. Fyrir hvert skipti sem þú last þann fjölda blaðsíðna sem átti við þig fékkstu límmiða og var þetta keppni milli bekkja. Úrslitin eru enn óljós en bendir allt til þess að áttundi bekkur beri sigur úr býtum. Eftir á að lestrarprófa nemendur og þá kemur í ljós hvort þetta átak hafi ekki aukið leshraða nemenda.

Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir, 10. bekk

 


Flensuvika hjá unglingadeildinni

Mánudaginn 2. nóvember voru fáir í unglingadeildinni í skólanum eða 14, í raun og veru erum við 27 allt í allt en það vantaði  13 nemendur. Þriðjudaginn 3. nóv. fækkaði nemendum niður í 8., allir sem voru ekki í skólanum voru veikir - enginn með leyfi eða slíkt. Næsta dag voru ennþá 8 nemendur í skólanum og líka á fimmtudaginn. En á föstudaginn var  vetrarfrí. Mjög fámennt var sem sagt þessa viku. Í dag (þriðjudaginn 10. nóv) eru 22 í skólanum „aðeins" meira en í seinustu viku.

                                                                        Birta Ósk 8.b

 


Benedikt bílakarl

Benni bílakarlBenedikt eða öðru nafni Benni vinnur í íþróttahúsinu á Blönduósi. Hann býr á Húnabraut 24, og hafa vegfarendur ef til vill tekið eftir yfirbreiddum bíl þar.

Við í fjölmiðlavali vorum svolítið forvitin að vita meira um þetta og fórum því í smá heimsókn til Benna og forvitnuðumst um bílinn.

Bílinn er að gerðinni Mercury Comet árgerð ´64 en hann átti einnig annan þannig bíl en er búinn að selja þá báða, það á þó eftir að sækja annan þeirra.

Bíllinn sem er ósóttur er blár að lit en hinn seldi var rauður. Benni er einnig að gera upp jeppa af gerðinni Gaz 69 frá árinu 1959, og ætlar Benni sér að eiga þann bíl eftir að hann er búinn að gera hann upp.

Sindri Rafn Guðmundsson og Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir, 10. bekk


Lítið um að vera í fjölmiðlavali...

Dyggir lesendur hafa kannski tekið eftir því að lítið hefur gerst á Óvitanum sl. vikur en fyrir þessu eru góðar og gildar ástæður!

Í síðustu viku strauk kennarinn á námskeið og nemendur fengu að fara heim - alsælir. Í þessari viku var svo allur hópurinn veikur nema tvær hraustar meyjar. Þær undirbjuggu viðtal sem taka á í næstu viku og því þurfið þið að bíða örlítið lengur eftir einhverju skemmtilegu.

Munið að þolinmæði er dyggð...


Sterio-type/staðalmynda ball í Skjólinu

Haldið var staðalmynda ball í Skjólinu 9. október síðastliðinn.

Steriotýpur eru yfirdrifnar og stundum fordómafullar lýsingar á ákveðinni „tegund" af fólki, svo sem hnökkum, skinkum, nördum, emo, goth og fleira.

Margir mættu og allir í búningum sem einhver ákveðin týpa og voru skinkur í miklum meirihluta. Um kvöldið var svo dansað og skemmt sér og í lokin kosinn flottasti búningurinn hjá strákum og stelpum. Sindri Rafn og Brynhildur Una, bæði í 10. bekk, unnu og fengu í verðlaun 300 króna úttekt í sjoppunni.

Ýmislegt fleira er á döfinni í Skjólinu í vetur og má til dæmis nefna að næsta föstdag, 23. október, verður spilakvöld þar sem keppt verður í ýmsum greinum, svo sem ping pong og foosball mót.

                                                                     Margrét Hildur, 10. bekk            


Námsferð í náttúrufræði

Níundi og tíundi bekkur Grunnskólans á Blönduósi fóru í heimsókn í RARIK í morgun. Lilja kennari var búin að skipuleggja þessa ferð því nemendurnir eru að lesa um varmaorku í náttúrufræðinni. Krakkarnir fengu margar skemmtilegar upplýsingar hjá Hauki Ásgeirssyni rafveitustjóra og Guðmundi Sigfússyni starfsmanni RARIK, meðal annars voru þau frædd mikið um hitaveituna og hvað hún er mikilvæg fyrir Blönduós.

Nemendur fengu svo að fara að skoða borholurnar á Reykjum, og öll þau tæki sem eru þar í kring tengd hitaveitunni t.d. dísel mótorinn sem fer í gang ef það verður rafmagnslaust. Nemendur fengu líka að fá að vita hvað vatnið er t.d. lengi að fara út á Blönduós og einnig hversu langt það fer. 

Í lok ferðarinnar fengu nemendur nammi og gos, síðan fóru þeir heim með bíl sem Hallur keyrði. Þetta var rosa skemmtileg ferð og viljum við nemendur í tíunda og níunda bekk þakka fyrir okkur.

Íris Emma, 9. bekk og Guðbjörg, 10. bekk


Hugleiðingar

Þann 14. október í hinu venjulega heimilisspjalli við móður mína þá komst ég að þeirri niðurstöðu að eitt vantar í námið mitt hérna í grunnskólanum. Nemendum er kennt að reikna, lesa og skrifa, um heiminn, um Ísland, um okkar merkustu menn og þeirra sögu, pólitík og lögmál náttúrunnar og á þetta allt að undir búa okkur undir lífið. En þó tel ég eitt hafa gleymst...

Þú finnur þig oftast í einni ef ekki fleiri af greinunum sem eru kenndar og leiðir það þig vonandi út í það framhaldsnám sem hentar þér eða það sem þitt draumstarf krefst. En hvað er það spyr ég?

Það er að segja að mér finnst vanta útskýringar á því hvaða nám það er sem krafist er að maður læri til að geta sinnt draumastarfinu? Er hægt að fara mismunandi leiðir í náminu? Er eitthvað sem er betra að læra einnig en er ekki skylda að læra? Hvaða framhaldsnámsbrautir fara vel saman útaf fyrirhuguðu starfi?

Þetta er eitthvað sem er ekki útskýrt og það kemur enginn til þín og segir þér hvað hann lærði, hefur starfað við og hvort hann starfi við það sem hann lærði. Við fáum kynningu á framhaldsskólum og námsbrautum sem í boði eru en þó vantar okkur reynslusögur og fá að kynnast betur störfunum sem eru í boði. Hægt væri að halda svo kallaðan „career-day" eða með öðrum orðum starfskynningar-dag.

Þessi starfskynningar-dagur gæti verið árlegur viðburður. Frekar á vorönn en haustönn og gætu þá einstaklingar úr bæjarfélaginu komið og kynnt störf sín fyrir tíunda bekk eða allri unglingadeildinni. Sagt frá náminu sem þeir hafa lokið, áhugaverðum störfum og vinnustöðum, hvað hafi verið hugmynd þeirra upphaflega og hvernig þær hugmyndir þróuðust eða jafn vel breyttust.

Þetta eru hlutir sem enginn segir þér frá. Þetta er eitthvað sem þú þarft að spyrja sjálfur um. Þú þarf að leita að upplýsingum, en hvar skal byrja, hvert skal leita, hvar færðu yfir höfuð upplýsingar? Mér sýnist að það sé ekkert og enginn sem segir þér hvaða braut eða jafnvel brautir þú getur nýtt þér best til að nálgast þitt draumastarf. Eða hvar þín draumabraut endar, hvað þú getur starfað við að henni lokinni. Okkur er heldur ekki sagt hvaða starf gæti hentað hæfileikum eða persónuleika hvers og eins.

Ég skora hér með á grunnskólana hér í Húnvatnssýslu, og jafnvel víðar, að slá saman í svona viðburð og kynna fyrir nemendum það sem lífið hefur upp á að bjóða og hvernig maður getur komist þangað sem hugurinn leitar.

Margrét Ásgerður,10. bekk

 


Fótboltaæfingar

Fótboltaæfingar byrjuðu í gær mánudaginn 19. október. Þjálfararnir eru þrír og flokkunum er svo blandað, stelpur og strákar æfa saman.

5. - 6. bekkur æfa saman og þjálfari þeirra er Ólafur Benediktson.

 7. bekkur og 8. bekkjar stelpur eru saman og þjálfari þeirra Nezir Ohran og síðast en ekki síst eru 8. bekkjar strákar og 9. - 10. bekkur með þjálfarann Dejan Djuric.

Allir flokkar æfa þrisvar sinnum í viku í íþróttahúsinu eða úti á sparkvelli. Þessa skiptingu á að prófa fram að áramótum og ef hún gengur ekki verður henni breytt.

Allir eru mjög ánægðir með að æfingarnar séu byrjaðar eftir langa bið.

Mragrét Hildur, 10. bekk


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband