Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
Samræmd könnunarpróf
21.9.2010 | 14:44
Þessa vikuna standa yfir samræmd könnunarpróf hjá 4., 7. og 10. bekk.
10. bekkur er í prófum mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Íslenskan var á mánudag, enskan á þriðjudag og er stærðfræðin á miðvikudag.
4. og 7. bekkur eru í prófum á fimmtudag og föstudag og eru það bara íslenska og stærðfræði.
Stíft hafa nemendur lært til þess að ná þessum prófum og hafa kennarar, þær Berglind og Lilja, verið svo elskulegar og boðið 10. bekk upp á auka tíma í íslensku og stærðfræði. Hafa sumir ekki verið alveg duglegir að mæta í þá tíma en það er val hvort að mætt er eða ekki. Einnig ber að taka það fram að Berglind bauð upp á íslenskutíma á laugardaginn frá 10-12.
Ég er alveg viss um að 10. bekkur þakkar Berglindi og Lilju alveg rosalega vel fyrir.
Árný 10. bekk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rekstur í Laxárdal
21.9.2010 | 14:42
Á Laxárdalnum er búið að reka fullt af hestum sem að voru þarna lausir út í haga eða fjöllum um sumarið. Þarna mátti sjá fullt af flottum og glæsilegum folöldum, trippum og fullorðnum hestum. Eins og alltaf koma tónlistarmenn og spila á gítar og harmonikku. Mörg lög eru sungin og taka margir áhorfendur undir með tónlistarmönnunum.
Þegar komið er að því að reka hestana í Skrapatungurétt er lagt af stað frá Laxárdalnum kl 15:00 og er þá fólk á bílum byrjað að keyra burt eða verða eftir. Nokkrir umsjónarmenn fara á undan og svo er hestunum hleypt úr réttinni við Kirkjuskarð og haldið af stað í Skrapatungurétt og eru hestarnir komnir í réttarhólfið þar á milli 15:30 og 16:00.
Á leiðinni í Skrapatungurétt er stoppað á 2-3 stöðum til að hvíla hestana. Það er alltaf stoppað hjá Núpi og Skrapatungu og ef það er stoppað þrisvar er þá stoppað einhvers staðar á miðri leið.
Þegar hestarnir eru komir í réttarhólfið er byrjað að reka nokkra hesta inn í almenninginn og eru þá flestir eigendur komnir þangað og byrjaðir að finna hestana sína.
Þessi smölun er alltaf skemmtileg og stundum eins og lítið ævintýri.
Alexandra Dögg, 8. bekk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Opnunarball Skjólsins
21.9.2010 | 14:35
Mæta átti í fínum fötum og hægt var að panta ½ 12" pizzu frá N1. Krakkarnir gátu skemmt sér á marga vegu; farið í tölvuna, í borðtennis, horft á sjónvarpið, dansað eða bara spjallað og chillað.
Nýlega kom ný Play Station 3 í Skjólið og njóta nemendur góðs af. Tveir leikir eru í boði að fara í tölvunni. Einn fótboltaleikur og einn kappakstursleikur. Svo keypti Skjólið líka iPod í DJ búrið. Hann var reyndar keyptur í fyrra en var aldrei notaður. Þetta var eiginlega orðið nauðsynlegt vegna þess að diskarnir voru orðnir svolítið rispaðir og lögin dálítið gömul.
Kristófer Skúli 8. bekk.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýr skóli - Nýir kennarar
21.9.2010 | 14:31
Skólinn okkar fékk nýtt nafn í haust og heitir núna Blönduskóli í stað langlokunnar Grunnskólinn á Blönduósi. Það má því segja að allir hafi byrjaði í nýjum skóla í haust.
Það eru þrír nýir kennarar í skólanum okkar sem að verða að kenna í vetur og verða í afleysingum.
Þessir kennarar eru Helga Ágústsdóttir sem kennir 5. bekk og tónmennt, Jóhannes Guðbjörnsson sem að kennir íþróttir í stað Óla á meðan hann er í fæðingarorlofi og hann er líka að kenna heimilisfræði og hefur verið að leysa af í 4. bekk. Svo er líka Inese Elferte sem að kennir myndmennt og listasmiðju eftir áramót.
Við í fjölmiðlavali bjóðum þessa kennara velkomna til starfa og vonum að þeir verði alltaf góðir við okkur;o)
Halla Steinunn, 9. bekk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
KSNV fundur í Blönduskóla
21.9.2010 | 14:28
Þann 14. september kom fólk frá KSNV (Kennarasamband Norðurlands Vestra) í heimsókn í Blönduskóla til að undirbúa aðalfund KSNV. Aðalfundurinn verður haldinn þann 1. október á Akureyri.
Oftast fundar stjórnin á Sauðárkróki en að þessu sinni er fundurinn haldinn hér í Blönduskóla.
Þau eru fimm í stjórninni og það eru þau Ragga og Tobbi frá Grunnskóla Húnaþings vestra, Sigurlaug frá Árskóla, Fríða frá Grunnskólanum á Siglufirði og Anna Margret Frá Blönduskóla.
Vonandi gekk fundurinn vel hjá þessu ágæta fólki.
Bergþóra 10. bekk, Kristófer Skúli 8. bekk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óvitinn lifir!
21.9.2010 | 13:51
Nú er komið nýtt skólaár og þar af leiðandi nýtt fólk í fjölmiðlavalinu.
Að þessu sinni eru 13 nemendur í valinu - úr 8. - 10. bekk eins og í fyrra.
Þessir nemendur eru:
Alexandra Dögg, Benedikt Axel, Kristófer Skúli og Þórunn Hulda úr 8. bekk.
Friðrik Már og Halla Steinunn úr 9. bekk.
Árný Dögg, Bergþóra Ingibjörg, Elínborg Telma, Hjálmar, Íris Emma, Jóhannes Markús og Maggý Björg úr 10. bekk.
Þessa frábæru unglinga má sjá á myndum í viðeigandi albúmi.
Þessir nemendur ætla að vera duglegir að setja inn fréttir á Óvitann (á þriðjudögum) og líka stendur til að gefa út litla bæklinga fram að jólum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)