Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Valbókarverkefni

Hér er lýsing á valbókarverkefni ykkar.

Lesið þessar leiðbeiningar vel og látið allt koma fram í kynningunni ykkar sem þarna er tekið fram.

 

Valbók

Nú átt þú að velja þér bók (athugaðu að hún verður að vera aldurs-samsvarandi) og hér að neðan er verkefnið sem fylgir henni.

 

Byrjaðu strax að lesa bókina og reyndu að vinna verkefnið samhliða.

 

Áætlað er að kynningar verði dagana 3. - 7. maí.

 

Ég er ekki búin að draga um röð kynninganna, það skýrist þegar nær dregur.

 

Undirbúningur:

Mundu að lesa bókina jafnt og þétt - þá er líklegast að árangurinn verði góður. Það er ekki gott að ætla að klára að lesa bókina og allt verkefnið á síðustu stundu.

Undirbúðu kynninguna á sama hátt og hefðbundin ritunarverkefni. Auk þess þarft þú að æfa  þig að flytja textann upphátt fyrir einhvern fullorðinn (heima).

Kynningin skal ekki taka lengri tíma en 5 - 7 mínútur.

Inngangur

Hér skal koma fram nafn bókar og lengd. Nafn höfundar og lestrartími. Segðu líka frá öðrum bókum eftir sama höfund ef þær eru til. Láttu koma fram hvort þú hefur lesið þær.

Segðu einnig frá því af hverju þú valdir bókina.

Meginmál

Nú rekur þú söguþráðinn í stuttu máli. Greinir frá aðalpersónunum og lýsir þeim. Nefndu einnig nokkrar aukapersónur og greindu frá hlutverki þeirra. Koma þarf fram tíminn í sögunni (ytri og innri tími) og sögusvið.

Lokaorð

Hér þarf að koma fram hvernig þér líkaði við bókina og af hverju. Hvetur þú aðra til að lesa hana?

Hvernig var frásögnin og hvaða áhrif sagan hafði á þig.

 

Mat kennara byggist á eftirtöldum þáttum:

Framkoma og framsögn                                 15%

Uppbygging kynningar                                  15%    

Söguþráður, persónur, tími, umhverfi            35%    

Stíll og málfar                                                25%    

Heildaráhrif                                                   10%    

Jafningjar og foreldrar munu einnig meta kynningarnar og gildir það mat til einkunnar á móti kennara.

Gangi þér vel og góða skemmtun.

Berglind


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband