Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Vissir þú...

Fjölmiðlaval ætlar að lauma að lesendum sínum nokkrum ótrúlega ónytsamlegum fróðleiksmolum í hverri viku. Molarnir eru að þessu sinni fengnir úr bókinni Ótrúlegt en satt.

Englasafn Á safni í Beloit í Wisconsin eru 7.500 englar til sýnis. Efniviðurinn er fjölbreyttur: Pasta, postulín, kol, tin, könglar, drykkjarrör og selskinn. 

Garðklipping  Á landareign Lansdownes lávarðar í Perthshire í Skotlandi var 30 m hátt limgerði sem náði yfir 0,5 km. Sex menn þurfti til að klippa gerðið og stóran og mikinn vinnupall!

 


Tyggjó!!!

tyggjóTyggjó er bannað í skólanum og finnst sumum nemendum það ekki svo skemmtileg regla. Aðrir skólar hafa þessa reglu líka en kannski ekki eins stranga og hér í Grunnskólanum á Blönduósi. Ástæðan fyrir banninu er líklega óþrif, truflun á kennslu, kúlusprengingar og fleira af þessu tagi.  Sumir skólar á landinu leyfa tyggjó og einnig annað nammi en þá bara utan kennslustofu. Margir nemendur væru alveg til í það að þessari reglu verði breytt. Tyggjó getur leyst andfýlu vandamál unglinga sem hafa gleymt að bursta tennurnar. Síðan finnst þeim það bara gott á bragðið.Guðbjörg 10. b og Árný 9. b

 


Óvitinn ekki lengur óvirkur

Óvitinn er fréttasíða fjölmiðlavals og var hún búin til í fyrra um þetta leyti.

Á Óvitanum birtast fréttir og annað efni sem kom ekki bara frá fjölmiðlavali heldur líka unglingadeildinni og verður engin breyting þar á þetta árið.  

Óvitinn var hugmynd frá nemendum fjölmiðlavals í fyrra og mun vera hluti af fjölmiðlavali næstu árin alla vegana.

 Nú er Óvitinn aftur orðinn virkur eftir nokkurt hlé svo kennarar, foreldrar, nemendur og aðrir áhugasamir geta fylgst grannt

með skólalífinu og öðru skemmtilegu sem birtist hér á vefnum.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband