Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Halloween ball í Skjólinu
10.11.2009 | 14:51
Fyrst var bara allt rólegt á meðan beðið var eftir því að allir kæmu síðan var farið í danssalinn sem var draugalega skreyttur og hlustað á alveg hryllilega draugasögu. Því miður varð enginn hræddur við söguna nema Nikola sem var alveg furðulega hræddur við Margréti Hildi sem lá undir teppi á dansgólfinu.
Síðan var okkur sagt að þeir sem gætu verið lengst inni í danssalnum fengju verðlaun því að næst var sprengd fýlubomba inni í salnum, allir lifðu það af og hætt var við verðlaunin af því að það gleymdist að láta alla þefa af bombunni og enginn fór því úr salnum. Þó að lyktin væri vond létum við það ekki skemma fyrir okkur kvöldið og héldum áfram að skemmta okkur og dansa.
Íris Emma Heiðarsdóttir, 9. bekk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vetrarfrí
10.11.2009 | 14:47
Nú eru aðeins 39 dagar í litlu jólin og 44 dagar í jólin sjálf og líklega margir orðnir spenntir!
Guðbjörg, 10. bekk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Róbert Daníel Jónsson um hvolpana sína
10.11.2009 | 14:41

Róbert er með fimm hvolpa af tegundinni Shetland Sheepdog. Allý gaut þremur hvolpum og eru þeir undan hundinum Ísa. Sunna gaut tveimur undan hundinum Mola.
Ein af helstu ástæðunum fyrir því að hann er að rækta hunda af þessari tegund má nefna að hann hefur fylgst mikið með þessari tegund og langar til að þeim fjölgi hér á landi. Hann heillaðist einnig af eiginleikum þeirra.
Róberti finnst hundar skemmtilegur félagsskapur og skemmtilegt áhugamál.
Hann er ekki búinn að selja þá en búið er að taka þá alla frá.
Tíkurnar eru undan Felix sem er pabbi Sunnu og Lightning sem er pabbi Allýjar. Sunna er þriggja ára en Allý tveggja. Einnig má benda á að afi Allýjar er kanadískur meistari og einnig viljum við segja frá því að þetta eru fyrstu hvolparnir sem Róbert ræktar.
Árný Dögg 9.b og Birta Ósk 8.b
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lestrarátak
10.11.2009 | 14:40
Lestrarátak í unglingadeild hófst 19. október og lauk því í dag 10. nóvember. Berglind kennari ákvað að prufa þetta og fengum við 15 mínútur á hverjum degi til að lesa og svo auðvitað heima líka. Krakkar með leshraða 150 atkvæði og minna á mínútu lásu 20 blaðsíður, krakkar með 150-250 atkvæði á mínútu lásu 30 bls og svo loksins 250 atkvæði og meira með 40 bls. Fyrir hvert skipti sem þú last þann fjölda blaðsíðna sem átti við þig fékkstu límmiða og var þetta keppni milli bekkja. Úrslitin eru enn óljós en bendir allt til þess að áttundi bekkur beri sigur úr býtum. Eftir á að lestrarprófa nemendur og þá kemur í ljós hvort þetta átak hafi ekki aukið leshraða nemenda.
Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir, 10. bekk
Dægurmál | Breytt 17.11.2009 kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Flensuvika hjá unglingadeildinni
10.11.2009 | 14:37
Birta Ósk 8.b
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Benedikt bílakarl
10.11.2009 | 14:18
Benedikt eða öðru nafni Benni vinnur í íþróttahúsinu á Blönduósi. Hann býr á Húnabraut 24, og hafa vegfarendur ef til vill tekið eftir yfirbreiddum bíl þar.
Við í fjölmiðlavali vorum svolítið forvitin að vita meira um þetta og fórum því í smá heimsókn til Benna og forvitnuðumst um bílinn.
Bílinn er að gerðinni Mercury Comet árgerð ´64 en hann átti einnig annan þannig bíl en er búinn að selja þá báða, það á þó eftir að sækja annan þeirra.
Bíllinn sem er ósóttur er blár að lit en hinn seldi var rauður. Benni er einnig að gera upp jeppa af gerðinni Gaz 69 frá árinu 1959, og ætlar Benni sér að eiga þann bíl eftir að hann er búinn að gera hann upp.
Sindri Rafn Guðmundsson og Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir, 10. bekk
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lítið um að vera í fjölmiðlavali...
3.11.2009 | 14:15
Í síðustu viku strauk kennarinn á námskeið og nemendur fengu að fara heim - alsælir. Í þessari viku var svo allur hópurinn veikur nema tvær hraustar meyjar. Þær undirbjuggu viðtal sem taka á í næstu viku og því þurfið þið að bíða örlítið lengur eftir einhverju skemmtilegu.
Munið að þolinmæði er dyggð...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)