Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
Sterio-type/staðalmynda ball í Skjólinu
20.10.2009 | 14:56
Steriotýpur eru yfirdrifnar og stundum fordómafullar lýsingar á ákveðinni tegund" af fólki, svo sem hnökkum, skinkum, nördum, emo, goth og fleira.
Margir mættu og allir í búningum sem einhver ákveðin týpa og voru skinkur í miklum meirihluta. Um kvöldið var svo dansað og skemmt sér og í lokin kosinn flottasti búningurinn hjá strákum og stelpum. Sindri Rafn og Brynhildur Una, bæði í 10. bekk, unnu og fengu í verðlaun 300 króna úttekt í sjoppunni.
Ýmislegt fleira er á döfinni í Skjólinu í vetur og má til dæmis nefna að næsta föstdag, 23. október, verður spilakvöld þar sem keppt verður í ýmsum greinum, svo sem ping pong og foosball mót.
Margrét Hildur, 10. bekk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Námsferð í náttúrufræði
20.10.2009 | 14:55
Nemendur fengu svo að fara að skoða borholurnar á Reykjum, og öll þau tæki sem eru þar í kring tengd hitaveitunni t.d. dísel mótorinn sem fer í gang ef það verður rafmagnslaust. Nemendur fengu líka að fá að vita hvað vatnið er t.d. lengi að fara út á Blönduós og einnig hversu langt það fer.
Í lok ferðarinnar fengu nemendur nammi og gos, síðan fóru þeir heim með bíl sem Hallur keyrði. Þetta var rosa skemmtileg ferð og viljum við nemendur í tíunda og níunda bekk þakka fyrir okkur.
Íris Emma, 9. bekk og Guðbjörg, 10. bekk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugleiðingar
20.10.2009 | 14:54
Þú finnur þig oftast í einni ef ekki fleiri af greinunum sem eru kenndar og leiðir það þig vonandi út í það framhaldsnám sem hentar þér eða það sem þitt draumstarf krefst. En hvað er það spyr ég?
Það er að segja að mér finnst vanta útskýringar á því hvaða nám það er sem krafist er að maður læri til að geta sinnt draumastarfinu? Er hægt að fara mismunandi leiðir í náminu? Er eitthvað sem er betra að læra einnig en er ekki skylda að læra? Hvaða framhaldsnámsbrautir fara vel saman útaf fyrirhuguðu starfi?
Þetta er eitthvað sem er ekki útskýrt og það kemur enginn til þín og segir þér hvað hann lærði, hefur starfað við og hvort hann starfi við það sem hann lærði. Við fáum kynningu á framhaldsskólum og námsbrautum sem í boði eru en þó vantar okkur reynslusögur og fá að kynnast betur störfunum sem eru í boði. Hægt væri að halda svo kallaðan career-day" eða með öðrum orðum starfskynningar-dag.
Þessi starfskynningar-dagur gæti verið árlegur viðburður. Frekar á vorönn en haustönn og gætu þá einstaklingar úr bæjarfélaginu komið og kynnt störf sín fyrir tíunda bekk eða allri unglingadeildinni. Sagt frá náminu sem þeir hafa lokið, áhugaverðum störfum og vinnustöðum, hvað hafi verið hugmynd þeirra upphaflega og hvernig þær hugmyndir þróuðust eða jafn vel breyttust.
Þetta eru hlutir sem enginn segir þér frá. Þetta er eitthvað sem þú þarft að spyrja sjálfur um. Þú þarf að leita að upplýsingum, en hvar skal byrja, hvert skal leita, hvar færðu yfir höfuð upplýsingar? Mér sýnist að það sé ekkert og enginn sem segir þér hvaða braut eða jafnvel brautir þú getur nýtt þér best til að nálgast þitt draumastarf. Eða hvar þín draumabraut endar, hvað þú getur starfað við að henni lokinni. Okkur er heldur ekki sagt hvaða starf gæti hentað hæfileikum eða persónuleika hvers og eins.
Ég skora hér með á grunnskólana hér í Húnvatnssýslu, og jafnvel víðar, að slá saman í svona viðburð og kynna fyrir nemendum það sem lífið hefur upp á að bjóða og hvernig maður getur komist þangað sem hugurinn leitar.
Margrét Ásgerður,10. bekk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fótboltaæfingar
20.10.2009 | 14:46
5. - 6. bekkur æfa saman og þjálfari þeirra er Ólafur Benediktson.
7. bekkur og 8. bekkjar stelpur eru saman og þjálfari þeirra Nezir Ohran og síðast en ekki síst eru 8. bekkjar strákar og 9. - 10. bekkur með þjálfarann Dejan Djuric.
Allir flokkar æfa þrisvar sinnum í viku í íþróttahúsinu eða úti á sparkvelli. Þessa skiptingu á að prófa fram að áramótum og ef hún gengur ekki verður henni breytt.
Allir eru mjög ánægðir með að æfingarnar séu byrjaðar eftir langa bið.
Mragrét Hildur, 10. bekk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fánýtur fróðleikur vikunnar
20.10.2009 | 14:44
Hátt verð
Nýja kokkteilinn frá Króatíu er einungis hægt að blanda í frjálsu falli úr 3.000 metra hæð. Barþjónninn fer í heljastökk og dýfur og The wings of zadar-kokkteillinn hristist vel á leiðinni. Ískalt loftið sér til þess að kæla drykkinn, sem síðan er borinn fram skömmu eftir lendingu. Verðið á blöndunni er frekar hátt.
Regnguðinn
Kínversk yfirvöld hafa í hyggju að stjórna veðrinu! Veðurskiptastofnun Pekingborgar notar alls kyns tæki og tól, svo sem eldflaugar, til að kalla fram regn og koma í veg fyrir þurrka í landbúnaðarhéruðum. Þar á bæ reyndu menn einnig að tryggja heiðskíran himinn yfir Ólympíuleikunum 2008 með því að rannsaka áhrif þess að skjóta vissum efnum í ský með loftvarnarbyssum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Endurvinnsla
9.10.2009 | 14:10
Í skólanum okkar er flokkað og hér eru flokkaðar fernur og pappír frá venjulegu rusli. Fernurnar eru oftast brotnar saman og settar í sér tunnu og pappír í sérstakan kassa við hliðina á almenna ruslinu.
Það voru margir sem áttu erfitt með að muna þetta í skólanum, kannski helst í unglingadeildinni, en það er allt að koma hjá þeim.
Á venjulegum heimilum á Blönduósi eru mjög margir sem flokka og fara svo bara með það út í endurvinnslutunnu en aðrir sem flokka fara með fernur og fleira sjálfir upp á ruslahauga í sérstaka gáma sem þar eru.
Ég tók viðtal við Vilhelm Harðarsson hjá Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar ehf. og spurði hann örfárra spurninga og þar á meðal hversu margir væru komnir með endurvinnslutunnur hér á Blönduósi. Hann sagði að það væru svona um það bil 40-50 komnir með tunnur. Hann sagði mér líka að það kosti ekki mikið að vera með tunnu, heldur bara um 500 krónur á mánuði, og að tunnurnar eru losaðar einu sinni í mánuði. Vilhelm vonast til þess að flokkunarstöðin verði tilbúin fyrir áramót svo hægt verði að fara að flokka allt ruslið almennilega.
Íris Emma, 9. bekk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í fyrsta bekk
9.10.2009 | 14:00
Ég talaði við Hafþór Örn. Ég spurði hann margra spurninga um skólann og hann sjálfan.
Þegar ég spurði hvort honum fyndist gaman að byrja í skólanum svaraði hann já rosalega gaman síðan spurði ég hann hvort það væri gaman í skólanum og þá svaraði hann já, mjög mikið. Næst spurði ég hann hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór og hann ætlar að verða fótboltamaður. Það sem honum finnst skemmtilegast að gera í skólanum er að vera í frjálsu tímunum. Þegar ég spurði hvað hann héldi að hann yrði mörg ár í skólanum svaraði hann 57 ár.
Uppáhalds kennararnir hans eru Ingunn og Hrefna Teitsd. Næst spurði ég hann hverjir væru uppáhalds tímarnir hans og sagði hann að tölvutímarnir væru bestir. Síðan spurði ég hann hverju hann væri góður í þá svaraði hann ,,Í leikjum, að lesa og skrifa.'' Honum finnst ótrúlega gaman í íþróttum. Hann á eitt systkini í skólanum, Birtu Ósk í 8. bekk. Hafþór vildi að lokum segja okkur að hann á hund, fiska og fugl.
Birta Ósk, 8.bekk
Rakel Ýr

Dagbjört Henný, 8. bekk
Þóra Karen

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fánýtur fróðleikur vikunnar
6.10.2009 | 15:18
Stungumeðferð
Á lækningarstofu í bænum Xian í Shaanx-héraði getur maður fengið óvenjulega meðferð við kvefi. Þar er tveimur býflugum haldið uppi að nefi sjúklingsins þar til þær stinga hann. Eitrið er sagt geta unnið bug á sjúkdómum á borð við mænusigg og gigt.
Dálítið Gallerí
Í Buenos Aires má finna gallerí sem er svo lítið að lofthæðin er aðeins 30 sentímetrar. Gestir verða að stinga höfðinu inn um gat til að skoða.
Gúmmílíf
Pat og Chuck Potter frá Bancroft í Kanada byggðu sér hús úr 1.200 hjólbörðum og sólarrafhlöður virkja síðan sólarorkuna og sjá þeim fyrir hita.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samfés á Sauðárkróki
6.10.2009 | 15:14
Lagt var af stað klukkan 17:00 á föstudaginn og haldið beina leið á Sauðárkrók þar sem gist var í Árskóla, þegar þangað var komið fengum við boli og aðgangsarmbönd og komum okkur fyrir.
Næsta morgun var ræs snemma og morgunmatur borðaður og svo haldið í hinar ýmsu smiðjur. Krakkarnir frá Blönduósi voru allir í mismunandi smiðjum og engir saman í hóp því aðal markmið helgarinnar var að kynnast nýju fólki. Einn var í ljósmyndasmiðju, annar í fjölmiðlasmiðju, sá þriðji í skartgripasmiðju og fjórði í blak og sjósundsmiðju og sá síðasti í kokka og þjóna smiðju þar sem allir elduðu og lærðu siði þjóna og kokka.
Á laugardagskvöldið var svo hátíðarkvöldverður og margt í boði og afrakstur úr smiðjunum. Eftir kvöldverðinn var ball og mikið fjör. Eftir ballið var friðarganga niður að höfn þar sem beið okkar brenna og heitt kakó.
Sunnudagurinn byrjaði svo með því að allir tóku dótið sitt saman og borðuðu morgunmat, því næst tók landsþing við. Þar voru eins konar umræðusmiðjur í þremur lotum. Þar átti maður að sitja í hring og tala um skoðanir sínar á ákveðnu málefni í korter og skipta svo. Eftir þetta var pítsa og svo haldið heim.
Allir komu þreyttir heim ágætlega sáttir við helgina þó hún hafi ekki alveg staðist allar væntingar.
Margrét Hildur
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)