Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Grunnskólanemendur í fjarnámi

Fimm nemendur í 10. bekk Grunnskólans á Blönduósi eru ekki einungis að klára 10. bekkinn heldur eru þeir einnig að taka ensku- og/eða íslenskuáfanga í framhaldsskólum og sitja þá í þeim tímum með sitt eigið efni. Nemendurnir taka efnið sitt ýmist frá Verzló, VMA eða FNV. Þetta gengur allt vel enn og munu áreiðanlega einhverjir nemendur sem nú eru í 9. bekk taka samræmd próf í vor í þeim fögum sem þeir standa sig best í og flýta þannig fyrir sér í framhaldsskólanáminu. Þetta var einnig gert síðastliðin tvö ár, en þá voru nemendur eitthvað færri.Skólinn býður einnig uppá valfög sem nemendur 9. og 10. bekkjar geta tekið próf í og fá þá metnar einingar ef þeir vilja, það er að segja í íþróttafræði 102 og UTN 103. 

Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir


Íþróttir

itrottadagurÍþróttir eru margar greinar sem krefjast hreyfingar og rökhugsunar, t.d. fótbolti, blak, sund, hestaíþróttir, skák og fleira.

Íþróttastarf á Blönduósi er ekki fjölbreytt, ef þú ert í 1. -4. bekk er bara íþróttaskóli í boði og ef þú ert í 5. -10. bekk er það bara fótbolti eða ekki neitt.

Flestir krakkanna hér á svæðinu æfa eða hafa prufað að æfa fótbolta en alls ekki öllum hefur líkað það og það þarf virkilega að vera eitthvað annað fyrir þá.

Íþróttir eru  hollar og gott er fyrir alla, gamla sem unga, að stunda einhverja íþrótt hvort sem hún felur í sér mikla hreyfingu eða ekki .

Elísabet Kristín Kristmundsdóttir


Tindastóll/Hvöt – 3. Flokkur karla.

Lið Tindastóls og Hvatar í 3. flokki karla sameinuðust í byrjun sumars, tólf strákar komu frá tindastoll_hvotSauðárkróki og fjórir frá Blönduósi. Liðið byrjaði sumarið á því að fara til Selfoss í svo kallaðar æfingarbúðir eina helgi, og var það mjög skemmtileg helgi og kynntust strákarnir hver öðrum mikið. Svo var komið að fyrsta leiknum og vannst hann sannfærandi, Donni þjálfari sagði að það kæmi ekki til greina að tapa hinum leikjunum og vann liðið hvern leikinn á fætur öðrum.

Búið var að stefna lengi að ferð til Danmerkur á „Football Festival“ þar sem mörg lið frá ýmsum stöðum í heiminum koma saman. Þangað var farið í sumar og var sú ferð alveg glæsileg og komst liðið  í úrslitaleikinn á móti Hammarby. Liðið tapaði honum en fékk samt bikar og margt fleira.

Eftir allt erfðið var liðið komið í tvenn úrslit, bæði í Íslandsmótinu og Visa bikarnum. Var spilað á móti FH í úrslitaleik Íslandsmótsins í mikilli rigningu og roki. Sá leikur tapaðist í framlengingu 2-0 og fóru tilfinningarnar hjá strákunum ekki framhjá neinum. Þeir voru súrir og þreyttir, en samt var einn úrslitaleikur eftir og vildu allir strákarnir vinna hann. Leikurinn var á móti KA á heimavelli liðsins, það var smá vindur en strákarnir gengu yfir andstæðinga sína og endaði leikurinn 4-0 og Visa bikarinn var orðinn þeirra.

Þetta sumar er búið að vera æðislegt - þið vitið það sem komuð nálægt því.

Kristinn Justiniano Snjólfsson


Lestrarvinirnir

Í september hófst nýtt verkefni hjá nemendum 7. – 10. bekkjar. Þetta verkefni er kallað lestrarvinir. Þar eru börn í fyrsta til þriðja bekk og sjöunda til tíunda bekk pöruð saman og verða þar með lestrarvinir. Lestrarvinirnir hittast einu sinni í viku, á skólatíma, og lesa fyrir hvorn annan og staðfesta svo lestur hins. Þarna æfa yngri börnin sig í lestri sem er mjög nauðsynlegt í byrjun skólans og svo var fundin leið til þess að láta lötu unglingana loksins lesa eitthvað af ráði. Heyrst hefur líka af unglingum að þeim finnist þetta ekki svo galið verkefni. Verkefnið er þó enn á tilraunastigi en verður mjög líklega vegna góðra viðbragða tekið í fulla notkun og verður eitt af þeim kennslu afbrigðum sem verður notað til frambúðar. 

Fjölmiðlafræði,

Margrét Ásgerður


Framkvæmdir við skólann

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við Grunnskólann á sundlaugargrunnurinn

Blönduósi frá byrjun þessa hausts.

Snyrtingarnar  í „Nýja“ skólanum hafa verið endurgerðar,  eftir breytingar eru nú komnar tvær mjög stórar og flottar snyrtingar fyrir karla og konur bæði á efri og neðri hæð.

Á skólalóðinni hafa líka verið talsverðar breytingar, fyrir utan „gamla“ skólann hafa tröppurnar  verið endurgerðar og settur hefur verið hiti í þær svo að það verði ekki jafn miklir hálkublettir á tröppunum á veturna.  

                                                                                                                        

Fleiri framkvæmdir eru líka  í gangi þessa dagana fyrir framan skólann. Þar er verið að byggja stórar tröppur með gróðri á hliðunum, og á að vera hiti í þeim líka.

 Ekki er ennþá vitað hvenær tröppurnar verða tilbúnar.  Nýju tröppurnar  voru gerðar því hinar voru gjörsamlega að falla í sundur. Við vonum öll að tröppurnar eigi eftir að endast vel og lengi og þjóna sínum tilgangi.

Fyrir framan íþróttahúsið eru líka stórframkvæmdir í gangi en þar er verið að byggja nýja, betri og stærri sundlaug. Sundlaugin verður 25 * 12,5 metrar. Verða líka tveir pottar, rennibraut og barnasundlaug. Reiknað er með að sundlaugin og svæðið í kring verði tilbúið haustið 2009. Lengi hefur staðið til að byggja útisundlaug og loksins var sú hugmynd framkvæmd. 

  

Elín Hulda Harðardóttir

 Mynd af www.huni.is

 

Bætt við tölvuflota skólans

Nýjar tölvur vekja hrifningu nemenda 

Í byrjun skólaársins keypti skólinn Dell borðtölvur til að hafa í öllum heimastofum. Tölvurnar eru 10 talsins og eru þær ætlaðar bæði kennurum og nemendum skólans til afnota. Nemendur mega vinna í tölvunum við hin ýmsu verkefni sem tengjast skólastarfinu. Nú þegar fjórar vikur eru búnar af skólanum hafa tölvurnar verið mikið notaðar og vöktu þær mikla hrifningu að hálfu nemenda þegar þeim var tilkynnt um tilgang þeirra í stofunum.

 

Einnig fá umsjónarkennarar fartölvur til afnota. Í þeim geta þeir unnið alla sína vinnu til að undirbúa sig fyrir kennslustundirnar. Fartölvurnar eru tengdar við innra net skólans svo að þeir geta notað prentara meðal annars og komist á samgögnin úr sínum stofum. Netið hefur þó verið í einhverju ólagi í fartölvunum en verið er að vinna að úrbótum.

   

Fjölmiðlaval,

Kristinn Brynjar


Ný síða fyrir nemendur í Grunnskólanum á Blönduósi

Hér munu nemendur í fjölmiðlavalinu láta ljós sitt skína - vonandi nokkuð reglulega.

Öllum er frjálst að tjá sig um greinar þeirra - og stundum munum við hreinlega biðja ykkur um athugasemdir.

Megi Óvitinn lengi lifa.

 

ps. er einhver sem getur giskað á af hverju síðan heitir Óvitinn? Og það er bannað að spyrja einhvern í fjölmiðlavalinu. Svar óskast!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband