Piparkökuhúsagerð í matreiðslu
8.12.2009 | 14:47
Nemendur í matreiðsluvali á unglingastigi hófu það verkefni að hanna og búa til piparkökuhús þann 23. nóvember. Skiptu þeir sér í fjóra tveggja manna hópa, tveir hópanna ákváðu að gera hefðbundin piparkökuhús en hinir vildu reyna að búa til bíla.
Nemendur voru bjartsýnir og spenntir fyrir verkefninu og var strax byrjað að hanna húsin og bílana.
Nemendur komust þó ekki lengra en það að ná að hnoða í deigið og baka örfáa hluta í húsin ásamt því að vera með alveg nóg af fíflalátum.
Í næsta tíma, þann 30. nóvember, var baksturinn kláraður, þó að það hafi uppgötvast að gleymdist að baka hitt og þetta hjá sumum en það bjargaðist - þó ótrúlegt sé, miðað við allan þann hamagang og vesen sem fylgdi nemendum og bakstrinum.
Í næsta tíma þá nefndi kennarinn að þeir sem ekki hefðu náð að klára piparkökuhúsin skyldu halda áfram og klára þau. Hún fékk þvert nei við því þar sem þolinmæðin og ánægjan var alveg horfin við þetta vandasama verk. Í staðinn endaði tíminn í eintómum súkkulaðiklessum, bókstaflega, og munu nemendur í heimilsfræði líklegast aldrei aftur koma nálægt matarlími eftir ekki svo góða tilraun að súkkulaðimús.
Nemendur komust að því við þessa furðulegu tilraun til að búa til piparkökuhús að hliðarnar bakast ekkert endilega jafn stórar. Það er ekki það einfaldasta í heimi að setja saman piparkökuhús þannig að það passi og sé ekki skakkt og skælt.
Margrét Ásgerður, 10. bekk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.