Undankeppni Samfés í Skjólinu
8.12.2009 | 14:41
Skjólið hélt undankeppni samfés 2009 4. desember síðastliðinn. Þar kepptu þrír keppendur, það voru þær Guðbjörg í 10. bekk með lagið Við Gróttu" með Bubba, Dagbjört í 8. bekk með lagið Ó, María" og siðan var það Margrét Ásgerður í 10. bekk með lagið Fame" úr leikritinu Fame sem skólinn sýndi á síðustu árshátíð og fór hún með sigur í keppninni.
Dómarar voru Þórhallur Bárðarson og Sigríður Sif. Keppnin var haldin á sama tíma og sleepoverið var í Skjólinu.
Margrét Ásgerður mun þá keppa í stærri undankeppni á Akureyri 29. janúar (heldur hún). Síðan í lokin verður aðalkeppni samfés í Reykjavík, líklega í febrúar.
Guðbjörg, 10. bekk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.