Nýtt prófasnið í unglingadeild

Í unglingadeild eru kennarar að prófa nýja prófa aðferð og mun það vera þannig að öll prófin sem að verða tekin eru öll í einu hefti þ.a.e.s. danska, íslenska, enska, samfélagsfræði, náttúrufræði og stærðfræði.

Prófin verða afhent á þriðjudagsmorgun og fá nemendur að skoða þau og vinna eins og þeir geta. Prófatíminn sem nemendur fá er frá kl. 8-11, með löngu frímínútum sem eru kl. 09.20-09.40 sem er venjulegur tími í frímínútum.

Eftir að venjulegur tími er útrunninn afhenda nemendur prófið og fá það svo aftur næsta dag. Svona verður fyrirkomulag prófana sem fara fram næsta þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag.

Eins og venjulega má ekkert skrifa hjá sér úr prófinu en það má leggja allt á minnið og reyna að muna og læra betur heima eftir að prófið er afstaðið.

Frá kl 11.10-12.30 hafa nemendur leyfi til að spyrja fagkennara um leiðsögn og upplýsingar.

Engin hjálpartæki eru leyfileg nema ritföng og vasareiknir.

Eins og í fögunum eru kennararnir Anna Margret, Berglind, Höddi, Lilja og Ragga.

Árný Dögg 9.bekk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband