Jólanöldrið
1.12.2009 | 14:59
Það þarf að þrífa og baka, setja upp jólaseríur, helst þrjá hringi í kringum húsið. Það þarf að velja jólamatinn og sjá til þess að hann sé til, sumir sjóða niður rófur og einhverjir græna tómata, húsin eru skreytt hátt og lágt.
En til hvers í ósköpunum spyr ég?
Sumt er alveg gott og gagnlegt en annað er bara algjört rugl, að mínu mati. Það er allt í lagi að þrífa húsið, það er líka voða venjuleg athöfn en að þurfa að binda það við jólin, og svo líka vorin, er gott dæmi um leti finnst mér.
Baka smákökur - það getur verið góð samverustund, bæði að baka þær og borða, en enn og aftur að baka þær bara í kringum jólin er leti að mínu mati, hver vill ekki borða smákökur úti í sólbaði?
Jólaseríur - eitthvað sem ég hef aldrei verið sérlega hrifin af, sérstaklega þegar þær snúa út í garð og sjást ekki frá götunni. Jólaseríurnar eru bara settar upp til að gleðja augað, sanna sig fyrir nágrönnunum og í leiðinni að tjá og sýna hversu smekklegur maður getur verið. Þetta er bara allt of skært og á eftir að skemma augu einhvers einn daginn og það er sett allt of mikið af þessu á flesta staði.
Þá er það næst að hafa einhvern sérstakan jólamat, halda í hefðirnar eða skapa nýjar hefðir varðandi hvað er í matinn. Jólamaturinn er bara vesen að mínu mati. Sá sem eldar stendur í eldhúsinu allan daginn, bókstaflega! Til hvers að vera leggja allt þetta sig fyrir nokkra daga af afgöngum, eða jafnvel yfir áramótin? Ég er búin að tuða um það oft og mörgum sinnum að ég vilji helst bara panta pítsu og vera í náttfötunum.
Fólk leggur það á sig að vera vel til fara á jólunum. Ný jólaföt og kannski skór líka. Kvenkynið, líklega í meira mæli en karlkynið, málar sig líka í framan og leggur það á sig að vera sem fallegastur" þegar hátíðin gengur í garð. Þetta er algjör óþarfi og það er ekki einu sinni þægilegt að vera stífmálaður, í sumum tilvikum, og í stífum blúndukjól með pífum og ég veit ekki hvað og hvað. Náttfötin eru miklu þægilegri og öllum líður líka vel í þeim. Jólin mín í framtíðinni verða haldin hátíðleg á náttfötunum!
Þá að lokum að því að skreyta húsið. Þú þarft að taka það niður aftur, því þá að setja það upp? Ef það er til að skapa stemminguna þá er það ekki rétti jólaandinn að mínu mati, þó að ég sé hræðilega neikvæð varðandi jólin.
Jólatré er þó eitthvað sem ég er samþykk, það þarf að vera einhver staður til að geyma pakkana hjá.
Það sem ég tel vera hið rétta jólaskraut er einna helst kerti. Slökkva ljósin í skammdeginu, kveikja á nokkrum kertum og hlusta á rólega tónlist, mögulega jólatónlist en hún er eitthvað þó sem heillar mig ekki.
Jólatónlistin snýst oft um gjafir og gleði, en ætti að vera meira um ást og umhyggju þó að þau detti alveg inn svona á milli tíða. Jólatónlistin á að skapa einhvert svo rosalega skemmtilegt andrúmsloft en eina það sem þau gera er að krakkarnir fara á milljón útaf spenningi og varla er hægt að nota hana Grýlu gömlu á það. Jólatónlistin á að vera seiðandi og róandi, ekki að ýta undir alla þá spennu og líka stressið sem á það til að byrgjast upp hjá fólki.
En best er að enda þetta á þennan veg
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Jólakveðja,
sú sem skilur Trölla (Margrét Ásgerður 10. bekk)
Athugasemdir
Sæl vertu systir ..
ég stend með þér í þessu Jólaveseni en óska eindregið eftir einhverjum sem getur komið mér í jólaskap..
mér fynnst þetta jólastandhræðilegt og hefverið að gera mömmu mína brjálaða að neita jólaskrauti þar sem hún er eins og mamma þín hreint og beint ELSKAR jólin,,
á meðan við öll erum að kaupa og kaupa jólagjafir og fleiri jólaljós og skraut þá er FULLT af fólki jafnvel á íslandi sem getur ekki keypt sér mat á hverjum degi ættum við ekki frekar að vera að kaupa mat handa þeim,,?
ég sá auglýsingu frá mæðra styrksnefn .. og mér vöknaði um augun.. ég vorkendi konunum og börnunm og fannst þetta allveg hræðilega sorglegt..
EN jóla lög jáá ég er ekkert mikið á móti þeim fynst mörg hver bara svo leiðinleg en þessi rólegu fallegu er fín.
kveðja að norðan EKK
Elísabet k (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.