Vetrarsnjór - vangaveltur
1.12.2009 | 14:49
Ungu fólki og börnum finnst líklega gaman að það sé loksins kominn snjór eftir sumarið, þó svo að það sé stutt. Krakkar fara þá oft út að leika sér í snjónum, t.d. í snjóstríði, renna sér á snjóþotum og að búa til snjókarla og snjóhús.
Eldri krakkar hafa kannski ekki alveg jafn gaman að honum og finnst hann ef til vill oft flækjast fyrir sér, en finnst samt gaman að leika sér í snjóstríði og jafnvel á vélsleðum, ef þeir hafa aðgang að svoleiðis tækjum.
Fullorðnir hafa líka mjög misjafnar skoðanir á snjónum. Sumum finnst þetta bara skapa annars óþarfa vinnu við að moka gangstéttar og innkeyrslur og að skafa af bílnum. Aðrir hafa mjög gaman að honum, og fara kannski með vinum og fjölskyldu í vélsleðaferðir og bara út að leika sér.
Að mínu mati er það eins með gamalt fólk, þar sem að aukavinnan getur líka verið mjög erfið fyrir það, eins og að moka gangstéttir, en það getur líka oft fundið einhvern annan til að gera það fyrir sig.
Sumir geta samt haft gaman af snjó, og finnst hann kannski líka fallegur og að hann hafi fríkkandi áhrif á umhverfið.
Sindri Rafn, 10. bekk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.