Facebook dagar

Undanfarna daga hefur mikið verið fjallað um alls konar daga sem eitthvert fólk hefur samið bara uppúr þurru og sett á facebook.

T.d. má nefna að þarsíðasta föstudag var svonefndur "kick a ginger day", sá dagur snerist um að sparka í rauðhært fólk.

Ekki var sparkað í marga hérna í skólanum líklega vegna fárra rauðhærðra manneskja en það var gert samt, en aðeins á þessum degi. Reglurnar voru þær að það mátti bara sparka, ekki sýna neitt annað ofbeldi.

Síðan hefur einning verið "make love to a ginger day".

Á Pressunni (http://www.pressan.is/) var fjallað um að skólastjóri nokkur hafi sent bréf til foreldra rauðhærða barna um það að hann hafi haft áhyggjur af ofbeldi gegn rauðhærðum vegna þess að krakkar Vestanhafs höfðu þolað mikið ofbeldi þennan dag.

Á föstudaginn verður svo "hug or kiss blondie day!

Maður hugsar nokkuð útí það, hlýða unglingar facebook í einu og öllu?

Það er spurning dagsins.

Guðbjörg, 10.bekk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband