Dagur íslenskrar tungu
1.12.2009 | 14:28

Fyrsti bekkur og þriðji bekkur unnu með ljóð. En annar bekkur lærði um Jónas Hallgrímsson, og skrifaði hálft ljóðið Um hana systur mína og myndskreytti.
Anna Margret kennari fjórða bekkjar las fyrir þau ljóð og síðan ræddu þau um það og gerðu ritun.
Fimmti bekkur er ekki búin að gera neitt í sambandi við dag íslenskrar tungu en þau eiga eftir að gera eitthvað spennandi.
Sjötti bekkur lærði líka um Jónas Hallgrímsson, nemendur bekkjarins fundu eitt ljóð og lásu það upp fyrir bekkinn ásamt því að skoða það sem um Jónas er sagt á internetinu.
Sjöundi bekkur var með stöðvar og á stöðvunum voru ljóð, málshættir,orðtök, lesskilningur og ritun.
Unglingadeildin fór um bæinn og tók myndir af einhverju og á þeim átti á vera einhver íslenskur texti. - svokölluð götuljóð. Hugmyndin var fengin af vef Námsgagnastofnunar.
Myndin með greininni er mynd Brynhildar Unu í 10. bekk.
Birta Ósk og Dagbjört Henný, 8. bekk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.