Náttfatapartý...
1.12.2009 | 14:23
Núna, föstudaginn 4. desember, v erður náttfatapatý í Skjólinu. Nemendaráðið er búið að skipuleggja alls konar hluti og leiki til að stytta nemendum stundir um nóttina. Meðal annars má nefna jólakortagerð, skreyta piparkökur og svo er öllum leyft að koma með tölvu og hægt er að lana.
Húsið opnar 21:00, lokar klukkan 24:00 og er lokað fram á morgun.
Ég held að flestir plani að vaka alla nóttina eða mest af henni en auðvitað verður svefnsvæði þar sem fólk getur sofið frá klukkan 03:00 án þess að verða ónáðað.
Undankeppni söngkeppni Samfés er einnig þetta kvöld klukkan 22:00 og er alla vega einn keppandi búinn að skrá sig svo vitað sé.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.