Smákökukeppni í ensku

SmákökurAnna Margret enskukennari er með keppni í ensku fyrir unglingadeildina. Í verðlaun eru amerískar smákökur sem að hún bakaði sjálf.

Til að vinna kökurnar má ekki tala íslensku í tíma, ef einhver slysast til þess, þá er límmiða bætt á boxið en ef allt gengur upp þá tekur hún límmiða af.

Þessir límmiðar eru númeraðir og eru ofaná límbandi sem lokar alveg boxinu sem kökurnar eru í.

Ef það eru enn límmiðar á boxinu þegar jólafríið hefst gefur hún kennurunum kökurnar en ef enginn límmiði er á fáum við í unglingadeild kökurnar.

 Hópunum er skipt í stráka og stelpur og eru stelpur að vinna í augnablikinu með eins límmiða mun en enn eru fjórir límmiðar eftir hjá selpunum en fimm hjá strákunum.

Árný Dögg, 9. bekk

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband