Jóla hvađ!

 

Nú styttist óđum í jólin og víđa er allt ađ gerast í jólaundirbúningi. Ţađ eru ţrjár vikur eftir af skólanum ţangađ til ađ skreytingadagurinn verđur, í vikunni eftir ţađ eru prófin og svo litlu jólin föstudaginn 18. desember.

Berglind íslenskukennari og Anna Margret enskukennari eru báđar byrjađar á jólaverkefni. Berglind međ svokallađa jólabók sem felur í sér verkefni bćđi unnin í skólanum og heima. Búa til jólalista, jólasögu, jólakort og ýmislegt fleira. Anna Margret er međ verkefni ţar sem okkur er skipt í hópa 4 saman og eigum ađ finna hvernig jólin eru í ákveđnu enskumćlandi landi, eigum viđ svo ađ búa til veggspjald og svo í lokin er kynning og spurningakeppni milli hópa. 

Skreytingadagurinn er 9. desember á miđvikudegi og ţá er jólaundirbúningurinn í hámarki í skólanum, krökkunum í unglingadeild er skipt í hópa og eru búnar til piparkökur, stofan skreytt, búin til jólakort og margt margt fleira.

Litlu jólin eru árlegur viđburđur hjá skólanum, síđasta skóladaginn í desember og ţá hittast allir bekkirnir fyrst uppí kirkju, ţar er helgileikur hjá 6. bekk, svo er haldiđ útí íţróttahús og sungiđ og dansađ í kringum jólatréđ. Jólasveinar kíkja í heimsókn og gefa gjafir.

Eftir ţetta fer hver bekkur međ umsjónarkennara sínum í stofuna sína og er ţá jólasaga, spjallađ, borđađar smákökur sem hver og einn kom međ fyrir sig og skipst á gjöfum.  

Eftir litlu jólin byrjar svo jólafríiđ og byrjar skólinn svo aftur 5. janúar.

Margrét Hildur, 10. bekk


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband