Um Gunnlaugs sögu ormstungu
25.11.2009 | 14:58
Nemendur í unglingadeild eru núna að glíma við Íslendingasöguna Gunnlaugs saga ormstungu.
Nemendur þurfa að svara spurningum úr efninu og gengur örugglega öllum bara vel með það. Síðan á að skrifa nokkuð stóra ritgerð í lokin og leikgera einhvern sérstakan hluta úr sögunni. Alveg í lokin verður próf - rétt fyrir jólafrí.
Gunnlaugs saga ormstungu er hádramatísk ástarsaga og rekur mikil örlög. Aðalpersónurnar eru Gunnlaugur sjálfur, Hrafn Önundarson og Helga hin fagra.
Nær höfundur að draga upp sterka og skýra mynd af bæði Gunnlaugi og Hrafni, en minna fer fyrir Helgu. Sagan er bæði stutt og auðlesin og er talin vera með vinsælustu Íslendingasögunum.
Guðbjörg, 10. bekk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.