Viðtal við Kristján Þorbjörnsson Lögregluvarðstjóra

Upp kom sú hugmynd að taka viðtal við lögregluna þegar bókmenntahópurinn var að fara frá Héraðsbókasafninu á Blönduósi. Fengum við að taka viðtal við varðstjórann sem  sagði okkur margt og mikið.

Það er unnið á vöktum og bakvöktum og er fyrri vaktin frá átta um morgun til sex um kvöldið og seinni frá sex um kvöldið til tólf um nóttina. Það eru sjö starfsmenn fastráðnir og fimm til sjö hérar eins og þeir eru kallaðir en þeir koma oftast um helgar þegar það eru böll og þegar að hinir þurfa frí.

Sumarstarfsmenn koma oftast í tvö til þrjú sumur. Skilyrðin fyrir því að vera sumarstarfsmaður eru þau sömu og fyrir þá sem að fara í lögregluskólann. Þau eru að maður þarf að hafa verið í tvo vetur við framhaldsnám, vera ekki brotlegur eða með hreint sakavottorð og þreyta þrekpróf og kunna bæði ensku og íslensku. Flestir falla á íslenskunni og þrekinu því það þarf að vera með mjög góða stafsetningu.

Mikilvægt er að stafsetningin sé rétt því að skýrslurnar fara út um allt og er það ekki mjög gaman fyrir lögreglumanninn sem skrifaði skýrsluna að það séu margar stafsetningarvillur og þá gæti verið að stafsetning lögreglumannsins valdi því að málið er ekki talið halda vatni og því ákæran felld niður.     

Lögregluskólinn er svipaður venjulegum framhaldsskóla, nema það þarf að vera fróður um lög og reglur. Það sem að skólinn fer fram á er Handbók fyrir lögreglumenn og líkamsæfingar.

Hver dagur hjá lögreglunni er engum líkur, þeir ákveða til dæmis hvað á að gera næsta dag daginn áður og kannski þarf það að breytast eitthvað. Þeir hafa góð samskipti við unglinga á svæðinu og halda stundum fyrirlestra fyrir þá.

Við tókum eftir því að það er kominn nýr bíll eða nýr fyrir þá því að þeir fengu hann hjá öðrum bæ. Við spurðumst aðeins fyrir um hann. Hann kom fyrir nokkru síðan frá annarri lögreglustöð eins og var getið fyrr í textanum og er bíllinn jeppi. Þessi jeppi kom því einn af bílunum þeirra skemmdist við svaðalegar hamfarir, ef svo má að orði komast, á Skagaströnd fyrir stuttu.

Margrét Ásgerður, 10. bekk og Árný Dögg, 9. bekk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband