Fjáraflanir 10. bekkjar

Nemendur í 10. bekk í Grunnskólanum á Blönduósi hafa verið að safna peningum fyrir lokaferð í vor og gengur það alveg sæmilega. Þeir eru búnir að selja happdrættismiða fyrir Styrktarsjóð Húnvetninga og ýmsa hluti, eins og bréfahnífa, lyklakippur, penna o.fl. til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Einnig voru nemendur með kaffisölu síðasta sunnudag á aðventudeginum í skólanum.

Næst á döfinni hjá tíundu bekkingum er að halda bingó sem fyrst, selja friðarkerti, jólakort frá blindrafélaginu og líklega heimabakaðar smákökur. Við viljum biðja fólk að vera með hlýjar móttökur og jákvæðni í að styrkja bekkinn fyrir lokaferðina sína.

Krakkarnir eru einnig að þrífa Skjólið sem er félagsmiðstöðin á Blönduósi, þeir gera það í allan vetur og fá að launum 100.000 kr. í sjóðinn sinn.  Þeir sjá líka um mjólkursöluna í skólanum og reka sjoppu í Skjólinu og gengur allt vel í þeim málum.

Vorferðin er stór þáttur í að ljúka námi í grunnskólanum og ákveðin hefð hefur skapast fyrir miklar ævintýraferðir innanlands. Lokaferðin þeirra stendur yfir í 4 daga á vordögunum og fara þeir t.d. í Adrenaline garðinn og rafting, gista í bústöðum.

Búið er að skipuleggja ferðina í  grófum dráttum en engin ferð er eins og sú sem var árið áður. Eru tíundu bekkingar að miða ferðina sína við þá sem var farin síðasta vor en gerðar verða einhverjar breytingar þó og bæta þeir líklegast einhverju við sem þeir óska sérstaklega eftir.

Góð dæmi eru paintball og lazertag og sleppa þeir í staðinn líklegast hestaferð og ferð út í Flatey sem tengdist fjölskyldutengslum 10. bekks ársins áður. Veiðisafnið er líka ein hugmynd að viðkomustað í ferðinni önnur hugmynd er hellaskoðun og margt, margt fleira.

Sindri Rafn og Margrét Ásgerður, 10. bekk

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband