Aðventudagur í skólanum
25.11.2009 | 14:41
Síðastliðinn sunnudag var aðventudagur í skólanum frá eitt til fjögur og var margt um manninn. Hægt var að mála á spýtur sem voru útsagaðar í allskyns dýrum og fleira. Aðallega voru þá kerti, hreindýr, bangsi, servéttustatíf sem var mynd af hreindýri, snjókall á sleða og margt fleira. Einnig var hægt að skreyta piparkökur, þæfa ull í jólakúlur og svo var hægt að föndra ketti, kall á kopp og fléttuð hjörtu.
Tónlistaratriði voru klukkan tvö og voru það nemendur úr Tónlistarskóla A-Hún sem sáu um þau, nutu þeir aðstoðar Skarphéðins Einarssonar sem lék undir. Einnig var 10. bekkur með kaffisölu og heppnaðist hún vel. Boðið var uppá kaffi, kakó og svala, kökur og kleinur. Einnig voru seld friðarkerti.
Heppnaðist dagurinn vel og allir fóru heim með bros á vör.
Árný Dögg, 9.bekk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.