Heimsókn frá Blindrafélaginu
17.11.2009 | 14:43
Á mánudaginn fengum við skemmtilega heimsókn í skólann frá Blindrafélaginu. Þaðan kom hann Bergvin Oddsson sem er blindur, með honum voru konan hans og sonur sem þau eignuðust fyrir átta mánuðum.
Bergvin missti sjónina við það að hann fékk Herpes í augun og þá hann var búinn með níunda bekk. Sjónin á vinstra auga fór árið 1999 en því hægra árið 2001. Í dag hefur hann aðeins 2% sjón og telst til blindra.
Þeir sem eru með 10 - 40% sjón eru taldir sjónskertir, en þeir sem eru með minna en 10% eru blindir.
Meðal þeirra spurninga sem hann var spurður voru: ,,Er þér treyst til að vera einn heima?'' og ,,hvernig er að vera á veitingastöðum?''. Bergvin hló að þeim og þeirri fyrri svaraði hann þannig að hann væri nú bara fullorðinn maður, og þeirri seinni sagði hann að það væri nú ekki það oft sem þau færu út á veitingastaði en heima hjá sér væri matnum oftast raðað á diskinn í svo kallaða klukku, það er þannig að þá er kjötið til dæmis klukkan 12, grænmetið klukkan 3 og kartöflurnar klukkan 6. Svoleiðis borðar hann þá ekki bara grænmeti af disknum eða bara kjöt. Bergvin sagði okkur margt um það hvernig það er að vera blindur og útskýrði það allt vel fyrir okkur nemendum úr sjöunda til tíunda bekk.
Okkur fannst mjög gaman að fá svona heimsókn og spjölluðum mikið við hann.
Íris Emma, 9. bekk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.