Undankeppni í Stíl 2009

Stíll er keppni  sem haldin er á vegum SAMFÉS, þar er keppt  í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun. Hver félagsmiðstöð má senda eitt lið til keppninnar og í hverju liði mega vera 2-4 einstaklingar, þar af eitt módel. Á hverju ári er eitthvert þema og í ár er þemað endurvinnsla.

Þann 16 . nóvember var undankeppni Stíls haldin í Skjólinu. Það voru tvö lið að keppa, í öðru liðinu voru Steinunn Agnes (módel) og Halla Steinunn, báðar í 8. bekk og í hinu liðinu voru Guðbjartur (módel) og Margrét Ásgerður.

Fötin hjá Steinunni og Höllu voru svartur kjóll með borða sem var með bjórdósum á, síðan var hún í grænum leggings og með gostappahálsmen. Hárgreiðslan var snúður með bréfblómi á.

Fötin hjá Guðbjarti og Margréti voru rauðar og svartar gallabuxur, hlýrabolur og ruslapokavesti.

Sigurliðið var Steinunn og Halla en þær fara til Reykjavíkur og keppa við aðrar félagsmiðstöðvar. Keppnin mun fara fram í Vetrargarðinum í Smáralindinni laugardaginn 21. nóvember næst komandi.

Dagbjört og Birta 8.b


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband