Æskulýðsball í Borgarnesi
17.11.2009 | 14:23

Leynigestur kvöldsins var svo Auðunn Blöndal sem kom og talaði meðal annars um hvernig ætti að láta á fyrsta stefnumóti, svo var hann með ógeðsdrykk sem þrír hugrakkir jaxlar úr hópnum drukku og fleira. Í verðlaun var notaður Wipe-out bolur og allir skemmtu sér vel.
Klukkan 21:00 steig svo hljómsveitin Buff á svið og skemmti öllum til 22:30. Eftir ballið var búið að útbúa pizzur í Hyrnunni til að borða eftir ballið - svo það var borðað og haldið heim.
Ferðin heppnaðist vel og skemmtu allir sér mjög vel. Ferðin var í miðri viku svo það var skóli á föstudaginn sem allir mættu í frekar þreyttir en mjög sælir.
Margrét Hildur, 10. bekk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.