Æskulýðsball í Borgarnesi

Auddi BlöFimmtudaginn 12. nóvember fór unglingadeildin í ferð til Borgarness á æskulýðsball. Lagt var af stað frá Skjólinu klukkan 17:00 og var Haddý fararstjóri. Þegar við komum í Hyrnuna uppúr kl. 19:00 beið okkar pizzu hlaðborð og svo kvöldvaka. Ballið var haldið í Menntaskóla Borgarfjarðar og var þemað litir. Fyrst var skemmtun þar sem krakkar frá öðrum félagsmiðstöðum sýndu atriði aðallega söng.

Leynigestur kvöldsins var svo Auðunn Blöndal sem kom og talaði meðal annars um hvernig ætti að láta á fyrsta stefnumóti, svo var hann með ógeðsdrykk sem þrír hugrakkir jaxlar úr hópnum drukku og fleira. Í verðlaun var notaður Wipe-out bolur og allir skemmtu sér vel.

Klukkan 21:00 steig svo hljómsveitin Buff á svið og skemmti öllum til 22:30. Eftir ballið var búið að útbúa pizzur í Hyrnunni til að borða eftir ballið - svo það var borðað og haldið heim.

Ferðin heppnaðist vel og skemmtu allir sér mjög vel. Ferðin var í miðri viku svo það var skóli á föstudaginn sem allir mættu í frekar þreyttir en mjög sælir.

Margrét Hildur, 10. bekk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband