Halloween ball í Skjólinu

Þann 30. október síðast liðinn var halloween ball í Skjólinu.  Þangað mættu allir í búningum nema Haddý sem var að vinna það kvöld í staðinn fyrir Rönnu. 

Fyrst var bara allt rólegt á meðan beðið var eftir því að allir kæmu síðan var farið í danssalinn sem var draugalega skreyttur og hlustað á alveg hryllilega draugasögu. Því miður varð enginn hræddur við söguna nema Nikola sem var alveg furðulega hræddur við Margréti Hildi sem lá undir teppi á dansgólfinu.

Síðan var okkur sagt að þeir sem gætu verið lengst inni í danssalnum fengju verðlaun því að næst var sprengd fýlubomba inni í salnum, allir lifðu það af og hætt var við verðlaunin af því að það gleymdist að láta alla þefa af bombunni og enginn fór því úr salnum.  Þó að lyktin væri vond létum við það ekki skemma fyrir okkur kvöldið og héldum áfram að skemmta okkur og dansa.

Íris Emma Heiðarsdóttir, 9. bekk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband