Lestrarátak

lestrarátak

Lestrarátak í unglingadeild hófst 19. október og lauk því í dag 10. nóvember. Berglind kennari ákvað að prufa þetta og fengum við 15 mínútur á hverjum degi til að lesa og svo auðvitað heima líka. Krakkar með leshraða 150 atkvæði og minna á mínútu lásu 20 blaðsíður, krakkar með 150-250 atkvæði á mínútu lásu 30 bls og svo loksins 250 atkvæði og meira með 40 bls. Fyrir hvert skipti sem þú last þann fjölda blaðsíðna sem átti við þig fékkstu límmiða og var þetta keppni milli bekkja. Úrslitin eru enn óljós en bendir allt til þess að áttundi bekkur beri sigur úr býtum. Eftir á að lestrarprófa nemendur og þá kemur í ljós hvort þetta átak hafi ekki aukið leshraða nemenda.

Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir, 10. bekk

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eru það ekki atkvæði en ekki orð?

Atli (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 15:50

2 Smámynd: Fjölmiðlaval Grunnskólans á Blönduósi

Mikið rétt Atli - þetta áttu alls staðar að vera atkvæði. Takk fyrir ábendinguna.

Fjölmiðlaval Grunnskólans á Blönduósi, 17.11.2009 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband