Benedikt bílakarl

Benni bílakarlBenedikt eða öðru nafni Benni vinnur í íþróttahúsinu á Blönduósi. Hann býr á Húnabraut 24, og hafa vegfarendur ef til vill tekið eftir yfirbreiddum bíl þar.

Við í fjölmiðlavali vorum svolítið forvitin að vita meira um þetta og fórum því í smá heimsókn til Benna og forvitnuðumst um bílinn.

Bílinn er að gerðinni Mercury Comet árgerð ´64 en hann átti einnig annan þannig bíl en er búinn að selja þá báða, það á þó eftir að sækja annan þeirra.

Bíllinn sem er ósóttur er blár að lit en hinn seldi var rauður. Benni er einnig að gera upp jeppa af gerðinni Gaz 69 frá árinu 1959, og ætlar Benni sér að eiga þann bíl eftir að hann er búinn að gera hann upp.

Sindri Rafn Guðmundsson og Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir, 10. bekk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband