Námsferð í náttúrufræði
20.10.2009 | 14:55
Níundi og tíundi bekkur Grunnskólans á Blönduósi fóru í heimsókn í RARIK í morgun. Lilja kennari var búin að skipuleggja þessa ferð því nemendurnir eru að lesa um varmaorku í náttúrufræðinni. Krakkarnir fengu margar skemmtilegar upplýsingar hjá Hauki Ásgeirssyni rafveitustjóra og Guðmundi Sigfússyni starfsmanni RARIK, meðal annars voru þau frædd mikið um hitaveituna og hvað hún er mikilvæg fyrir Blönduós.
Nemendur fengu svo að fara að skoða borholurnar á Reykjum, og öll þau tæki sem eru þar í kring tengd hitaveitunni t.d. dísel mótorinn sem fer í gang ef það verður rafmagnslaust. Nemendur fengu líka að fá að vita hvað vatnið er t.d. lengi að fara út á Blönduós og einnig hversu langt það fer.
Í lok ferðarinnar fengu nemendur nammi og gos, síðan fóru þeir heim með bíl sem Hallur keyrði. Þetta var rosa skemmtileg ferð og viljum við nemendur í tíunda og níunda bekk þakka fyrir okkur.
Íris Emma, 9. bekk og Guðbjörg, 10. bekk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.