Fánýtur fróðleikur vikunnar
20.10.2009 | 14:44
Hátt verð
Nýja kokkteilinn frá Króatíu er einungis hægt að blanda í frjálsu falli úr 3.000 metra hæð. Barþjónninn fer í heljastökk og dýfur og The wings of zadar-kokkteillinn hristist vel á leiðinni. Ískalt loftið sér til þess að kæla drykkinn, sem síðan er borinn fram skömmu eftir lendingu. Verðið á blöndunni er frekar hátt.
Regnguðinn
Kínversk yfirvöld hafa í hyggju að stjórna veðrinu! Veðurskiptastofnun Pekingborgar notar alls kyns tæki og tól, svo sem eldflaugar, til að kalla fram regn og koma í veg fyrir þurrka í landbúnaðarhéruðum. Þar á bæ reyndu menn einnig að tryggja heiðskíran himinn yfir Ólympíuleikunum 2008 með því að rannsaka áhrif þess að skjóta vissum efnum í ský með loftvarnarbyssum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.