Endurvinnsla

Margir á Íslandi eru byrjaðir að endurvinna og líka mjög margir komnir með endurvinnslutunnur en samt ekki allir. Það rusl sem er almennt flokkað eru fernur, venjulegt rusl, pappír, pappi og fleira. 

Í skólanum okkar er flokkað og hér eru flokkaðar fernur og pappír frá venjulegu rusli. Fernurnar eru oftast brotnar saman og settar í sér tunnu og pappír í sérstakan kassa við hliðina á almenna ruslinu.

Það voru margir sem áttu erfitt með að muna þetta í skólanum, kannski helst í unglingadeildinni, en það er allt að koma hjá þeim. 

Á venjulegum heimilum á Blönduósi eru mjög margir sem flokka og fara svo bara með það út í endurvinnslutunnu en aðrir sem flokka fara með fernur og fleira sjálfir upp á ruslahauga í sérstaka gáma sem þar eru.

Ég tók viðtal við Vilhelm Harðarsson hjá Sorphreinsun Vilhelms Harðarsonar ehf. og spurði hann örfárra spurninga og þar á meðal hversu margir væru komnir með endurvinnslutunnur hér á Blönduósi. Hann sagði að það væru svona um það bil 40-50 komnir með tunnur. Hann sagði mér líka að það kosti ekki mikið að vera með tunnu, heldur bara um 500 krónur á mánuði, og að tunnurnar eru losaðar einu sinni í mánuði.  Vilhelm vonast til þess að flokkunarstöðin verði tilbúin fyrir áramót svo hægt verði að fara að flokka allt ruslið almennilega.

Íris Emma, 9. bekk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband