Í fyrsta bekk

Það vita allir hvað það getur verið spennandi að byrja í skóla. Ég (Birta) Guðbjörg og Dagbjört tókum viðtöl við þrjá nemendur úr fyrsta bekk til að heyra hvað þeim finnst um skólann og námið.

Ég talaði við Hafþór Örn. Ég spurði hann margra spurninga um skólann og hann sjálfan.

Hafþór ÖrnÞegar ég spurði hvort honum fyndist gaman að byrja í skólanum svaraði hann já rosalega gaman síðan spurði ég hann hvort það væri gaman í skólanum og þá svaraði hann já, mjög mikið. Næst spurði ég hann hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór og hann ætlar að verða fótboltamaður. Það sem honum finnst skemmtilegast að gera í skólanum er að vera í frjálsu tímunum. Þegar ég spurði hvað hann héldi að hann yrði mörg ár í skólanum svaraði hann 57 ár.

Uppáhalds kennararnir hans eru Ingunn og Hrefna Teitsd. Næst spurði ég hann hverjir væru uppáhalds tímarnir hans og sagði hann að tölvutímarnir væru bestir. Síðan spurði ég hann hverju hann væri góður í þá svaraði hann ,,Í leikjum, að lesa og skrifa.'' Honum finnst ótrúlega gaman í íþróttum. Hann á eitt systkini í skólanum, Birtu Ósk í 8. bekk. Hafþór vildi að lokum segja okkur að hann á hund, fiska og fugl.

Birta Ósk, 8.bekk

 

Rakel ÝrRAKELRakel finnst gaman að byrja í skóla. Henni þykir mjög gaman í skólanum og þykir frímínúturnar skemmtilegastar. Hana langar til að verða kennari í framtíðinni. Uppáhalds kennarinn hennar heitir Ingunn. Hún á eitt systkini í skólanum, það er hún Dagbjört í 8. bekk. Uppáhalds tímarnir hennar eru matreiðsla og tölvur. Þegar hún er úti í frímínútum þykir henni skemmtilegast að róla, henni þykir einnig mjög gaman í íþróttum. Rakel finnst hún vera best í að reikna og skrifa og ætlar hún að vera 10 ár í þessum skóla og skemmta sér konunglega.

Dagbjört Henný, 8. bekk

Þóra KarenÞóra KarenÞóru Karen finnst gaman að byrja í skóla. Henni þykir mjög gaman í skólanum og skemmtilegast af öllu í frímínútunum. Hana langar að verða klippikona í framtíðinni. Uppáhalds kennarinn hennar heitir Hrefna og er hún umsjónarkennarinn hennar. Hún á fjögur systkini í skólanum sem heita Hrafnhildur, Guðbjörg, Albert Óli og Helga María. Uppáhalds tímininn hennar er íþróttir og henni þykir líka skemmtilegast í íþróttum. Þegar Þóra Karen er útí í frímínútum þykir henni skemmtilegast að að fara í aparóluna á leiksvæðinu. Hún ætlar að vera í skólanum öll 10 árin og hafa gaman að því.Guðbjörg, 10. bekk 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband