Fánýtur fróðleikur vikunnar

Stungumeðferð

Á lækningarstofu í bænum Xi‘an í Shaanx-héraði getur maður fengið óvenjulega meðferð við kvefi. Þar er tveimur býflugum haldið uppi að nefi sjúklingsins þar til þær stinga hann. Eitrið er sagt geta unnið bug á sjúkdómum á borð við mænusigg og gigt.

Dálítið Gallerí

Í Buenos Aires má finna gallerí sem er svo lítið að lofthæðin er aðeins 30 sentímetrar. Gestir verða að stinga höfðinu inn um gat til að skoða.

 Gúmmílíf

Pat og Chuck Potter frá Bancroft í Kanada byggðu sér hús úr 1.200 hjólbörðum og sólarrafhlöður virkja síðan sólarorkuna og sjá þeim fyrir hita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband