Samfés á Sauðárkróki

Helgina 2. -4. október fór nemendaráð Grunnskólans á Blönduósi á landsmót SAMFÉS á Sauðárkróki og voru um 300 krakkar af öllu landinu á staðnum.

Lagt var af stað klukkan 17:00 á föstudaginn og haldið beina leið á Sauðárkrók þar sem gist var í Árskóla, þegar þangað var komið fengum við boli og aðgangsarmbönd og komum okkur fyrir.

Næsta morgun var ræs snemma og morgunmatur borðaður og svo haldið í hinar ýmsu smiðjur. Krakkarnir frá Blönduósi voru allir í mismunandi smiðjum og engir saman í hóp því aðal markmið helgarinnar var að kynnast nýju fólki. Einn var í ljósmyndasmiðju, annar í fjölmiðlasmiðju, sá þriðji í skartgripasmiðju og fjórði í blak og sjósundsmiðju og sá síðasti í kokka og þjóna smiðju þar sem allir elduðu og lærðu siði þjóna og kokka.

Á laugardagskvöldið var svo hátíðarkvöldverður og margt í boði og afrakstur úr smiðjunum. Eftir kvöldverðinn var ball og mikið fjör. Eftir ballið var friðarganga niður að höfn þar sem beið okkar brenna og heitt kakó. 

Sunnudagurinn byrjaði svo með því að allir tóku dótið sitt saman og borðuðu morgunmat, því næst tók landsþing við. Þar voru eins konar umræðusmiðjur í þremur lotum. Þar átti maður að sitja í hring og tala um skoðanir sínar á ákveðnu málefni í korter og skipta svo. Eftir þetta var pítsa og svo haldið heim.

Allir komu þreyttir heim ágætlega sáttir við helgina þó hún hafi ekki alveg staðist allar væntingar.

Margrét Hildur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband