Valfög
29.9.2009 | 14:54
Valfög eru aukafög fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk.
Í lok skólaárs velur maður þau fög sem mann langar í næsta ár, og númerar fögin frá 1-8 eftir því hvað mann langar mest í. Síðan er nemendunum raðað í fögin eftir því. Það er þó samt ekki öruggt hvort að viðkomandi fái það sem hann langar mest í vegna þess að það þurfa að vera nógu margir í faginu og það þarf að vera með nógu margar kennslustundir á viku, a.m.k. 6 kennslustundir á viku að meðaltali. Það má þó vera með meira.
Einnig er hægt að taka tónlistarnám og reiðnámskeið sem valfög. Möguleg valfög í skólanum okkar þetta árið voru bókmenntir og lestur, fjölmiðlafræði, heimilisfræði, íþróttafræði, leiklist, listasmiðja, myndvinnsla, skólahreysti, stærðfræðigrunnur, textílmennt og þýska.
Sindri Rafn, 10. bekk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.