Göngur og réttir

Síðustu helgar hafa verið réttir út um allt land.

Eins og vanalega er alltaf byrjað á því að fara í göngur og eru það gangnamenn sem sjá um það. Bændur þurfa oftast að útvega sér gangnamenn og senda þá heimamenn eða bara einhverja sem eru mjög áhugasamir um að fá að fara í göngur.

Oftast er gangnafólkið látið vakna um sex, hálf sjö til að fara og gera hestana klára og sig sjálft því að oft þarf að fara svo langar leiðir að það getur tekið allt að þrjá tíma að komast á áfangastað. Það getur svo tekið allt að þrjá og hálfan ef ekki fjóra tíma að komast í réttirnar með gripina eftir að þeir finnast og þá fyrst er hægt að fara að rétta.

Gangnamenn fá oftast gangnakaffi eftir að niður er komið enda eru þeir orðnir frekar svangir eftir göngurnar.

Þegar það er verið að rétta þarf að þekkja hvert mark og númer bæja er til að geta dregið kindur fyrir bæina.  Oft mætir fullt af fólki til þess að allt gangi fljótt og vel fyrir sig í réttunum.

Nú fer að styttast í að hrossaréttir hefjist í Skrapatungu og þarf ekki að fara í eins strangar göngur og í rolluréttunum en samt eru hrossin rekin og þarf að stoppa til að þau geti andað rólega.

Fjölmargir ferðamenn, innlendir og erlendir mæta í svokallaðar Túristaferðir um Laxárdalinn til að hafa gaman og kynnast íslenska hestinum betur.

Árný Dögg, 9. bekk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband