Mentor.is er mögnuð síða!
22.9.2009 | 14:46
Mentor.is er vefsíða sem hefur verið í fullri notkun hér í Grunnskólanum á Blönduósi frá því árið 2006. Þetta er vefsíða sem er notuð sem heildstætt upplýsingakerfi til að auka upplýsingaflæði innan skólans, til foreldra og sveitarfélaga. Aðal tilgangur mentor er að auðvelda kennurum og skólastjórnendum dagleg störf. Sem dæmi má nefna skráningu í hópa og stundatöflur, skráningu á ástundun, einkunnavinnslu og skipulagningu á einstaklingsmiðuðu námi. Mentor er líka frábær leið fyrir foreldra og forráðamenn til að fylgjast með skólagönga barna sinna og skoða hvað sé á döfinni í skólanum.Á Mentor má meðal annars sjá skóladagatal skólans, stundatöflu, gamlar og nýjar einkunnir, ástundun nemenda, tilkynningar frá kennurum og skólastjórnendum og heimanám nemanda. Hægt er að sjá lista yfir bekkjarfélaga nemanda, símanúmer og heimilsföng þeirra. Einnig er listi yfir alla starfsmenn grunnskólans og netföng þeirra.
Mentor er búið að vera mjög hjálpsamur vefur fyrir t.d. unglingadeild þar sem nemendur deildarinnar fá upplýsingar um heimanámið á tölvutækuformi. Nemendur verða einna helst fúlir og reiðir ef þeir sjá ekki heimanámið sitt á Mentor og telja að það sé órituð lög að kennarar skulu setja þar inn heimanámið. Þarna fá líka nemendur upplýsingar um próf og fleira slíkt. Þetta geta foreldrarnir líka séð og þannig minnt börn sín á og fylgst með hvort þau séu að vinna heimanám og stunda námið af fullum krafti.
Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir
Athugasemdir
skemmtileg tilvilju þetta:) Hilmar kom einmitt að máli við mig og spurði hvort ég sakanði ekki mentor..maður veit bara aldrei hvað maður á að læra .. ef maður hefur ekki heirt eða var ekki í tímanum,,, þetta er bara snild þetta mentor
Elísabet Kr (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 19:04
ég er svo á móti mentor og finnst mér miklu gáfulegra að skrifa upp það sem að við eigum að læra því að það er líka miklu betri æfing fyrir framhaldskólana því að ekki er mentor þar eða hvað?
Árný (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.