Spákonufellsferð

Ferð á spákonufell 033Miðvikudaginn 2. september fór unglingadeildin í ferð uppá Spákonufell.

 

Við fórum frá skólanum og foreldrar sáu um að skutla hópnum. Við komum um tvö leytið í skíðasálann þar sem við gistum og fórum þaðan á golfvöllinn á Skagaströnd.Við lögðum af stað þaðan uppá fjallið kl. hálfþrjú.

Ferðin upp fjallið var löng og erfið en með nokkrum stoppum og sögum um Þórdísi spákonu og kindina Grákollu á leiðinni. Þegar allir voru komnir uppá toppinn var skrifað í gestabókina þar og tekin hópmynd. Síðan lá leiðin aftur niður á golfvöll.

 

SpakonufellUm sjö leytið voru allir komnir aftur í skíðaskálann og

sumir fóru í sturtu, en eftir það grillaði Berglind hamborgara og síðan voru skúffukökur í eftirrétt. Þegar allir voru orðnir saddir fórum við í leik þar sem allir þurftu að komast að því hver þeir væru með því að ganga á milli allra í hópnum og spyrja já og nei spurninga, en búið var að líma miða aftan á okkur með nöfnum á einhverjum persónum. Lilja sagði síðan söguna af Djáknanum á Myrká og draugasögu um beinagrind í kirkju.

 

Eftir það fóru allir að sofa þótt að það hafi ekki gengið vel fyrir alla því að það var allt krökkt af köngulóm í bústaðnum. En flestir voru þó sofnaðir um klukkan eitt.

 

Morguninn eftir var vaknað um klukkan níu og byrjað að taka saman dótið og þrífa skálann. Síðan komu foreldrarnir í bústaðinn klukkan ellefu til að skutla heim. Ferð á spákonufell

Þetta var skemmtileg, fróðleg og vel heppnuð ferð.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband