Nýtt nemendaráð Grunnskólans á Blönduósi

Nemendaráð Grunnskólans á Blönduósi  er skipað sjö manneskjum, það eru  Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir, Guðbjartur Sindri Vilhjálmsson og Marta Karen Vilbergsdóttir úr 10. bekk, Hjálmar Sigurðsson og Bergþóra Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir úr 9. bekk og úr 8. bekk Atli Einarsson og Hrafnhildur Una Þórðardóttir. Líka var kosið um formann og er það Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir. 

Helgina 4 - 5. október munu svo fimm manneskjur úr nemendaráði, nemendur úr 9. og 10. bekk  halda á Sauðárkrók á landsmót SAMFÉS og koma á það nemendaráð úr öllum skólum landsins. Helgin er vel skipulögð svo krakkarnir hafi nóg að gera. Munu krakkarnir velja sér smiðju sem er hópaskipt og er allan laugardaginn, smiðjurnar eru mjög ólíkar og mikið er um að velja. Á laugardagskvöldið er svo ball og síðan gist á Sauðárkróki.

Krakkarnir hlakka mikið til helgarinnar, eru vongóðir um að læra margt áhugavert og kynnast mörgum spennandi krökkum. Sögurnar af þessum mótum lifa lengi meðal nemenda og vonandi gildir  það einnig um þetta landsmót.

Margrét Hildur Hrafnkelsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband