Sagan af Sindra
17.4.2009 | 16:17
Einu sinni var maður sem átti heima í litlum kofa útí skóg. Hann átti enga vini vegna þess að hann var svo leiðinlegur alltaf. Einn daginn ákvað maðurinn að taka sér göngutúr í skóginum og þar sá hann marga hluti sem hann hafði ekki séð áður eins og sápu og bursta. Það vannst honum merkilegur fundur, síðan labbaði hann heim á leið en á leiðinni heim sá hann dálítið mjög ógnvekjandi. Það var risastór hagamús. Hann ætlaði að hlaupa frá henni en þá kom hagamúsin og beit hann og bitið var svo stórt að hann þurfti að fara á sjúkrahús. Þegar maðurinn sem hét Sindri var komin á sjúkrahúsið vildi enginn hjálpa honum svo hann fór út grátandi og var reiður , fyrir utan sat gamall maður sem spurði hann af hverju hann væri að gráta og þá svaraði Sindri ,, Hagamúsin beit mig og það vill enginn hjálpa mér'' og þá sagði gamli maðurinn ,, Já ég er læknir og ég skal hjálpa þér bara ef þú kemur heim til mín'' og þá sagði Sindri : ,, ég treysti þér ekki '' Svo hljóp hann heim og lagðist upp í rúm. Þar dó Sindri en svo var haldin jarðarför og þá mætti allur bærinn til að syrgja hann og á varð Sindri svo glaður í gröfinni að hann lifnaði við og allir fóru að syngja og tralla.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.