Ævintýri Dvergs litla

Einu sinni var dvergur. Hann átti heima í stórum skóg. Hann átti helling af vinum og var alltaf að leika við þá. Dag einn var hann að spyrja vin sinn hann Álf hvort hann kæmi að gera eitthvað en Álfur segir nei, Dvergur fer heim að gráta og hann segir að hann vilji ekki vera til því það er svo fúlt að eiga enga vini, Dvergur fer að reyna að leika sér einn það gengur illa. Hann fer að vega salt en það gengur illa þegar maður er einn svo fór hann í viltu vinna milljón og það gekk ekki heldur svo hann fer út að reyna að finna bara einhvern til að leika sér við. Hann fer aftur til Álfs en hann er að halda partý svo segir hann að Dvergur megi ekki koma aftur. Þá heldur Dvergur dýpra inní skóginn og það fer að dimma mikið og þá sér hann eitthvað, einhvern en hver er það?

Allamalla þetta var stórfótur sem er að éta kind, Dvergur reynir að flýta sér en stórfótur er svo stór að hann nær honum og étur Dverg. Daginn eftir kom þetta í fréttum og Álfur fékk samviskubit því hann var svo vondur við Dverg. Svo að Álfur reynir að safna liði og ná í Stórfót og eftir tveggja tíma leit finna þeir hann sofandi. Skera þeir þá gat á magann og út stekkur kind og líka hann Dvergur. Álfur biður Dverg fyrirgefningar og þeir verða góðir vinir. En í staðinn fyrir kindina og Dverg setja þeir grjót og timbur í magann á honum og velta honum svo út í á. Og allir lifðu hamingjusamir upp frá því og líka kindin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband