Strumparnir

Einu sinni voru tveir strumpar. Þeir hétu æðsti strumpur og gáfna strumpur. Æðsti strumpur var gamall og vissi mjög mikið en gáfna strumpur var ungur en vissi samt mjög mikið. Þegar þeir tveir voru að labba útí skógi þá heyrðu þeir eitthvað pískr, svo þeir ákváðu að finna hvaðan þetta hljóð kæmi, þegar þeir fundu það kom í ljós að þetta hafi verið skellibjalla. Þannig að þeir átu skellibjölluna til að pískrið myndi hætta en síðan heyrðu þeir fleiri pískr og þar með helling af skellibjöllum sem þeir átu þangað til að þeir voru báðir búnir að borða svo mikið að þeir gátu ekki étið meira. Strumpunum varð illt í maganum eftir að hafa étið allar skellibjöllurnar og ákváðu að leggja sig. Þegar þeir vöknuðu var klukkan orðin mjög margt og strumpunum fannst gáfulegast að fara að leggja á stað heim. En það reyndist þeim ekki auðvelt því skellibjöllur fara ekki vel í maga -þær sem eru svo fjörugar og flögra um -líka í maganum á strumpunum. Þetta vissu æðsti strumpur og gáfna strumpur ekki. Eftir nokkrar tilraunir til að leggja af stað gáfust þeir upp vegna ólgunnar í maganum. Allt í einu varð þeim báðum svo óglatt að þeir köstuðu upp. Æluspýjan varð alveg ótrúlega stór og kraftmikil. Skellibjöllurnar voru frelsinu fegnar og nú voru strumparnir búnir að læra það að maður borðar ekki skellibjöllur og komust heilir heim. Reynslunni ríkari.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband