Misheppnaður flutningur
17.4.2009 | 14:58
Það stóð hvítt hús á hæðinni. Það var alveg glænýtt. Börnin í bílnum virtu það vel fyrir sér. „Er þetta nýja húsið okkar ?" , spurðu þau. „nei okkar er þó ekki langt frá því," svaraði mamma þeirra einbeitt að kortinu. Þau voru öll orðin óþolinmóð að sjá nýja húsið sem pabbi þeirra hefði valið. En þegar þau beygðu fyrir hornið sáu þau að það var ekki nýtt. Það var samt mjög dimmt enda farið að líða að nótt. Þau fara út úr bílnum og störðu gapandi á húsið sem virtist vera gamalt líkhús. Börnin, Rakel og Konni fóru inn og völdu sér hvaða herbergi þeim langaði til að eiga. Rakel valdi sér herbergi uppi í risinu en Konni niðri. Mamma sagði að þetta yrði allt eins og nýtt þegar þau myndu mála herbergin. Daginn eftir kom flutningabíllinn með öll stóru húsgögnin og þau hlupu út á götu til að fagna því að hann væri kominn en þá kom annar bíll í áttina að þeim á fleygiferð, þau urðu öll mjög hrædd og hlupu af stað en gatan var mjög breið. Þau komust ekki yfir götuna og allir dóu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.