Krakkarnir sjö
17.4.2009 | 14:55
Einu sinni voru sjö krakkar sem hétu Agnar, Anna, Hilmar, Stinni, Elín, Elísabet og Stefán. Þau ætluðu að leigja sér sumarbústað, og vera þar yfir helgi. Hver og einn átti að koma með ákveðna hluti, hann Agnar átti að koma með grillmat og Anna eitthvað að drekka síðan komu hinir með eitthvað annað. Morguninn eftir ætlaði Agnar í göngutúr í skóginum en kom hann ekki til baka krakkarnir urðu hræddir útaf því að hann hafði ekki komið eftir þriggja tíma göngutúr svo að Elín stakk uppá því að fara að leita að honum en Stefán þorði ekki út í skóg og bað Elísabetu að vara hjá sér en hún dró hann með sér og allir fóru að leita. Þau leituðu og leituðu en hann fannst ekki, þau voru orðin rosalega hrædd um hann Agnar en allt í einu fann Elín húfuna hans, þau löbbuðu aðeins lengra þá lá hann sofandi undir risa stóru laufblaði sæll og rjóður á kinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.